Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga íbúð í Reykjavík sem ætluð er fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni. Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með notkun íbúðarinnar sem er á Skúlagötu.

Á árinu 2007 stóðu Barnaheill og Barnaspítali Hringsins að endurbótum á íbúðinni með stuðningi frá ýmsum styrktaraðilum.