Landssöfnun Verndarar barna

Á hverju ári frá árinu 2010 hafa samtökin staðið fyrir landssöfnun með sölu á ljósi sem jafnframt er lyklakippa.  Söfnunin stendur yfir mánaðarmótin apríl – maí ár hvert. Ljósið kostar 2000 kr. og eru bæði einstaklingar, íþróttafélög og félagasamtök um allt land að styðja Blátt áfram með því að selja ljósið.

Ef þú eða þitt fyrirtæki viljið fræðast um verkefnið og hvernig hægt væri að styrkja verkefnið á annan hátt vinsamlegast hafðu samband í síma 553-5900 eða sendu á okkur póst á verndararbarna@barnaheill.is

Með þinni hjálp munum við ótrauð halda starfi okkar áfram – blátt áfram !

Hafið kærar þakkir.