Rekstur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi byggist nær eingöngu
á frjálsum framlögum og fjáröflunarverkefnum.
Fjáröflunarverkefni undanfarinna ára hafa verið nokkur.
Út að borða fyrir börnin er fjáröflun sem haldin er á hverju ári þar sem veitingastaðir taka þátt með því að leggja ákveðið hlutfall af andvirði valdra rétta á matseðli til samtakanna.
Heillagjafir er fjáröflunarleið Barnaheilla og rennur ágóði sölunnar til erlendra verkefna Barnaheilla. Heillagjafir voru fyrst seldar jólin 2020.
Ljósið - Landssöfnun er fjáröflunarverkekefni forvarnarverkefnisins Verndara Barna. Landssöfnunin hefur verið haldin undanfarin 12 ár.
Haustsöfnun Barnaheilla var fyrst haldin haustið 2021 þar sem Línu-armbönd voru seld. Haustöfnunin er fjáröflunarverkefni sem rennur til erlendra verkefna Barnaheilla.
Einnig hafa Barnaheill staðið fyrir Jólapeysu þar sem útfærsla fjáröflunar hefur verið með ýmsu móti hverju sinni.