Í ár fer Haustsöfnun Barnaheilla fram dagana 26. ágúst til 6. september 2022 um land allt þar, sem Línu-armbönd verða seld. Þetta er í annað sinn sem Haustsöfnun Barnaheilla verður haldin. Söfnunin ber heitið Lína okkar tíma og rennur allur ágóði af sölunni beint til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne sem leggur áherslu á vernd stúlkna gegn ofbeldi.

Þróunarverkefni Barnaheilla í Síerra Leóne stuðlar að því að valdefla stúlkur og miðla upplýsingum um forvarnir gegn kynferðis- og kynbundu ofbeldi. Feðraveldið á sér djúpar rætur í Síerra Leónísku samfélagi og er réttur stúlkna og kvenna þar í landi lítill. Kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt samfélagslegt vandamál í landinu, ótímabærar þunganir meðal stúlkna eru mjög algengar og eru um 39% stúlkna undir 18 ára í Síerra Leóne eru neyddar í hjónaband

Átakið Lína okkar tíma eða Pippi of Today á ensku var sett á laggirnar í byrjun árs 2020 en árið markaði 75 ára afmæli sögupersónunnar Línu. Til að minnast þessarar vinsælu sögupersónu hóf Astrid Lingren Company herferðina til þess að styðja við stúlkur á flótta í heiminum. Sænski rithöfundurinn Astrid Lindgren skrifaði sína fyrstu bók um Línu Langsokk fyrir 76 árum en þá var seinni heimsstyrjöldinni að ljúka og milljónir stúlkna voru á flótta. Það var innblástur Astrid Lingren að skapa óvenjulegu stelpu sem sigraðist á óvenjulegum aðstæðum, sem var munaðarlaus, með pabba á sjónum og mömmu á himnum. Nú 76 árum síðar eru enn fleira fólk á flótta og helmingur þeirra eru börn. Stúlkur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi. Þær þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær búa yfir til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Fjöldi samstarfsaðila eru þátttakendur í átakinu. Markmið átaksins er að safna 2,5 milljónum evra fyrir vernd stúlkna gegn ofbeldi. Sérhver samstarfsaðili verkefnisins Pippi of today! er með sínar áherslur. Barnaheill – Save the Children á Íslandi styðja við stúlkur í Síerra Leóne. Allur ágóði átaksins  mun renna beint til verkefna Barnaheilla þar í landi.