STÚLKA Á FLÓTTA ER
LÍNA LANGSOKKUR DAGSINS Í DAG

Verkefnið Lína okkar tíma! eða Pippi of Today, að frumkvæði Astrid Lindgren Company
í samvinnu við Barnaheill – Save the Children á Íslandi,
styður við stúlkur á flótta. Lína Langsokkur er skáldsagnarpersóna
búin til fyrir 75 árum síðan af sænska rithöfundinum Astrid Lindgren. 
Seinni heimsstyrjöldinni var að taka enda og milljónir stúlkna voru á flótta.

Í dag neyðast mun fleiri stúlkur til að yfirgefa heimili sín, ekki bara til
nýrra borga heldur einnig nýrra landa. Þær þurfa að taka á öllum þeim
styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær
áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.
Styddu við stúlkur á flótta – Línur dagsins í dag!

 

 

Með því að kaupa Línu armband styður þú við stúlkur á flótta í Síerra Leóne og gefur þeim tækifæri á að finna hugrekki og von sem þær þurfa til þess að takast á við þær áskoranir sem á vegi þeirra verða að bjartari framtíð.

Smelltu hér til þess að kaupa armbandið

 

 

Um átakið

Átakið Lína okkar tíma! eða Pippi of Today var sett á laggirnar í byrjun árs 2020 en árið markaði 75 ára afmæli sögupersónunnar Línu. Til að minnast þessarar vinsælu sögupersónu hóf Astrid Lingren Company í samvinnu við Save the Children herferðina Pippi of today til þess að styðja við stúlkur á flótta í heiminum.

Fyrsta bókin um Línu kom út árið 1945, rétt eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar, þegar milljónir manna voru á flótta í heiminum, þar á meðal börn. Það var innblástur Astrid Lingren að skapa óvenjulegu stelpu sem sigraðist á óvenjulegum aðstæðum, sem var munaðarlaus, með pabba á sjónum og mömmu á himnum. Nú 75 árum síðar eru enn fleira fólk á flótta og helmingur þeirra eru börn. Stúlkur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og hafa nú fleiri en 50 samstarfsaðilar orðið þátttakendur í átakinu, að styðja stúlkur á flótta. Markmið átaksins er að safna 2,5 milljónum fyrir stúlkur á flótta.

Í hvað verður söfnunarpeningurinn notaður?

Sérhver samstarfsaðili verkefnisins er með sínar áherslur og styðja Barnaheill – Save the Children við stúlkur á flótta í Síerra Leóne. Allur ágóði átaksins sem mun safnast mun renna beint til verkefna Barnaheilla þar í landi.