Claudia - Lína okkar tíma

Claudia

Claudia* er 12 ára gömul. Móðir hennar var neydd til þess að skilja dætur sínar tvær eftir í Venesúela. Hún var örvæntingafull og þurfti vinnu og peninga. Eins og fleiri milljónir manna, þá flúði móðir Claudiu Venesúela, land sem einkennist af pólitískum og efnahagslegum átökum. Í nágrannaríkinu Kólumbíu settist hún að og fór að vinna en þurfti að sofa á götunni.

,,Ég hafði mestar áhyggjur af litlu systur minni, vegna þess að hún var enn mjög ung,” segir Claudia.

Claudia fór svo síðar yfir landamærin til Kólumbíu ásamt Mariönu*, sem er fjölskylduvinur. Nú býr hún með Maríönu, nálægt þar sem móðir hennar og litla systir sofa, í litlu kólumbísku þorpi við landamærin. Hún sér systur sína og móður stundum.

,, Í Venesúela þá var ég alltaf með mömmu minni. Við vorum alltaf saman. En hér þá þarf ég að búa hjá Maríönu vegna þess að mamma mín býr á götunni hjá markaðnum. Og það er ekki hægt að vera hjá henni vegna þess að peningarnir hennar fara í það að kaupa mat fyrir litlu systur mína. Þannig að ég get ekki verið með þeim,” segir Claudia.

Fjölskyldur sem flýja efnahagslegar aðstæður í heimalandinu búa stundum við álíka erfiðar aðstæður í nýja landinu. Landamærasvæðið í Kólumbíu, þar sem Claudia býr, er heimili skæruliðahópa sem hafa barist við stjórnina í Venesúela í áratugi og er ástandið þar í algjörri upplausn. Skipulagðir glæpir, eins og fíkniefnaglæpir, mannsal, vændi og ofbeldi, eru mjög algengir á svæðinu. Stúlkur á flótta og innflytjendur eru sérstaklega í berskjölduð.

,,Ég mun segja öðrum börnum í svipuðum aðstæðum og ég að hugsa áður en þau taka ákvörðun. Vegna þess að ástandið hinum megin er ekki endilega betra.

Claudia er ekki í skóla, en hún sækir reglulega í Save the Children Friendly Space, sem er eitt af neyðaraðgerðum Save the Children sem veitir börnum verndað umhverfi þar sem þau taka þátt í skipulagðri starfsemi til þess að læra, leika, fá að tjá sig og endurbyggja líf sitt. Þarna geta börn í svipaðir stöðu og Claudia eignast vini og fundið stuðning.

,,Þegar ég fer þangað og þegar ég leik við vini mína þá líður mér vel. Mér finnst mjög gaman að vera með vinum mínum," segir Claudia.

,,Ég veit ekki hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, en kannski ég get orðið lögreglukona, og hjálpað við að bjarga börnum sem búa á götunni. Og til að hjálpa fólki."

Ástandið í Venesúela hefur neytt nærri fimm milljónir manna að yfirgefa landið. Aukið ofbeldi, skortur á mat og hrun á grunnaðgerðum í samfélaginu eins og skólum og heilbrigðisþjónustu hefur gert lífið óbærilegt fyrir fólkið.

,,Ástandið er mjög ljótt þar," segir Claudia um Venesúela. ,,Ef ég gæti sagt stjórnmálamönnum í bæði Venesúela og Kólumbíu eitthvað, þá myndi ég biðja þá um að stöðva reiðina og tala saman."

*nöfnum hefur verið breytt.