Luisa - Lína okkar tíma

 

 

Luisa

Luisa* er 12 ára og er ein af mörgum milljónum manna sem hafa flúið átökin í Venesúela til Kólumbíu.

,,Allt sem ég tók með mér yfir landamærin komst í litla tösku. Ég tók föt, stílabók og nokkrar aðrar bækur. Ég fór yfir landamærin með föður mínum, en hann þurfti að fara annað og vinna þar sem ég mátti ekki koma með. Svo hann skyldi mig eftir með móður minni.”

,,Ég var mjög sorgmædd að fara frá Venesúela, af því að ég vissi að ég myndi sakna ættingjanna minna. En ég var einnig glöð, af því að ég myndi sjá mömmu mína aftur. Við föðmuðumst mjög innilega þegar ég sá hana fyrst.”

Að flytja til Kólumbíu var mikil breyting fyrir Luisa. Hún vissi ekki hvar neitt var, hún rataði ekki, fólk talaði öðruvísi og notaði ólík orð yfir hluti sem hún þekkti. Hún hafði ekki lengur vini sína eða ættingja nálægt.

Landamærasvæðið í Kólumbíu, þar sem Luisa býr, er heimili skæruliðahópa sem hafa barist við stjórnina í Venesúela í áratugi og er ástandið þar í algjörri upplausn. Skipulagðir glæpir, eins og fíkniefnaglæpir, mannsal, vændi og ofbeldi, eru mjög algengir á svæðinu. Stúlkur á flótta og innlfytjendur eru sérstaklega í hættu.

,,Fyrst, þá fór ég ekki mikið út, en svo vandist það og fólk hjálpaði mér að muna hvar búðirnar væru og aðrir staðir sem ég þurfti að fara á.”

Luisa þurfti að hætta í skóla þegar hún flúði frá Venesúela og hún saknar vina sinna mjög mikið. Í dag heimsækir hún oft Vinakot Save the Children, sem er móttökustaður fyrir flóttabörn, þar sem þau geta kynnst nýjum vinum, leikið sér og lært. Börn frá Venesúela hafa rétt á því samkvæmt lögum að sækja skóla í Kólumbíu, en vegna fjölda flóttabarna frá Venesúela þá eru allir skólar yfirfullir og ekki er hægt að taka við fleiri börnum.

,,Ég var í skóla þangað til í sjötta bekk. Ég hætti þegar ég átti tvo mánuði eftir. Móðir mín er að reyna finna skóla handa mér hér.”

,,Það besta við að búa hér í Kólumbíu er að ég er búin að eignast marga vini, að ég get verið með móður minni, að við eigum lítið hús og að ég er með nýju litlu systur minni.”

Luisa langar að verða flugfreyja þegar hún verður stór, ferðast og læra fullt af nýjum tungumálum. Stundum, þegar fólk er ekki bjartsýnt fyrir hennar hönd og segir að það sé ekki hægt, svarar hún:

,,Auðveldu hlutirnir? Ég sigraðist nú þegar á þeim. Erfiðu hlutirnir? Þeir eru nú þegar að gerast. En ómögulegu hlutirnir? Ég hef ekki gert þá ennþá, en ég mun gera það!"

 

* Nöfnum hafa verið breytt