Naw Si Si - Lína okkar tíma

 

Naw Si Si

 

,,Ef ástandið er gott, þá sé ég foreldra mína annað hvert ár,” segir Naw Si Si*. Hún er 14 ára og býr með ömmu sinni, í trjákofa á stulltum í Tælandi, nálægt landamærum Myanmar.

Naw Si Si er af Po Karen þjóðflokknum. Flestir flóttamenn af Po Karen þjóðflokknum sem koma frá Myanmar til Tælands eru efnahagslegir flóttamenn, þeir eru að flýja slæmt efnahagslegt ástand landsins.

Vopnuð átök í Myanmar hafa neytt fjölda fólks að flýja landið síðastliðna áratugi. Nú er vopnahlé í landinu en margir dvelja enn í Tælandi og fara stundum aftur yfir landamærin til þess að heimsækja vini og ættingja. Stór fjöldi flóttamanna frá Myanmar býr aðskildinn frá Tælendingum og talar því eigið tungumál og blandar lítið geði við Tælendinga.

,,Það besta við að búa hér er að ég hef tækifæri til þess að læra,” segir Naw Si Si, sem er í 8. bekk og langar að verða læknir. ,,Hér í Tælandi get ég gengið í skóla, jafnvel þótt að ég sé frá Myanmar. Mig langar að verða læknir, en ég veit ekki hvort að það sé hægt. Ég þarf stuðning foreldra minna.”

,,Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, svo það er ekki hægt að dæma það hver ég er núna og hver ég verð þegar ég verð stór.”

Faðir Naw Si Si er látinn en móðir hennar býr með eiginmanni sínum í Bangkok þar sem þau vinna. Hún sér þau yfirleitt annað hvert ár, aðeins þegar þau hafa efni á því. Naw Si Si býr með fimm systkinum sínum og ömmu sinni.

,,Ég á fullt af vinum, en ég hitti aldrei bestu vinkonu mína. Hún fór tilbaka til Myanmar. Við erum í engu sambandi. Mig langar að gráta þegar ég hugsa um það.”

Naw Si Si tekur þátt í leiðtogaþjálfun fyrir unga flóttamenn og innflytjendur, á vegum Save the Children.

,,Ég er sterkari í dag. Áður þorði ég ekki að tala við kennarana mína, en eftir að ég byrjaði í þjálfuninni varð ég hugrakkari.”

Naw Si Si reynir að styðja vini sína og stúlkur í samfélaginu að láta í sér heyra. Metnaður ungra stúlkna er oft barinn niður og þær eru tregar að ræða við fullorðna um þarfir sínar og drauma.

,,Ekki vera feimin, það er ekkert sem maður þarf að skammast sín fyrir! Ég er frá Myanmar en ég get verið allt sem mig langar til ef ég legg mig fram.”

 

*Nöfnum hefur verið breytt