Gjafa-þriðjudagur

 Gjafa-þriðjudagur

 

Kórónaveirufaraldurinn er stærsta ógn samtímans. Starfsfólk Barnaheilla - Save the Children úti um allan heim vinnur að því að vernda heila kynslóð. Nú þegar heimsfaraldurinn ríður yfir vinnur starfsfólk Barnaheilla - Save the Children í fremstu víglínu til þess að halda börnum heilbrigðum og öruggum. Barnaheill - Save the Children hafa hafið sína stærstu fjáröflun frá upphafi þar sem markmiðið er að safna 100 milljónum Bandaríkjadala til þess að bregðast við faraldrinum.

Gjafa-þriðjudagur er alþjóðlegur fjáröflunardagur. Þann dag er fólk úti um allan heim hvatt til þess að láta gott af sér leiða og styðja neyðaraðstoð vegna Covid-19. Við hjá Barnaheillum erum stoltur þátttakandi í Gjafa-þriðjudegi og  þriðjudaginn 5. maí opnar vefverslun okkar þar sem hægt er að versla Heillagjafir til að styðja við neyðaraðstoð Barnaheilla - Save the Children vegna Covid-19.

 

Heillagjafir.is

 

Hvað er er Gjafa-þriðjudagur?

Gjafa-þriðjudagur eða #GivingTuesdayNow er alþjóðlegur dagur þar sem fólk úti um allan heim sameinast og gefur til styrktar Covid-19 ástandsins. Covid-19 er heimsfaraldur sem spyr ekki um stétt eða stöðu. Mörg lönd eru verr í stakk búin en önnur til að takast á við faraldurinn og styðjum við hjá Barnaheillum lönd og svæði sem þurfa á aðstoð að halda. Það er gert með því að miðla þekkingu, reynslu og veita lífsnauðsynjar.

Hvernig er hægt að taka þátt í Gjafa-þriðjudegi?

Það eru nokkrar leiðir fyrir þig til þess að taka þátt þann 5. maí og aðstoða okkur þar með að bregðast við þörfum barna í neyð.

Þú getur meðal annars:

  • Styrkt starfið með fjárframlögum hér á síðunni
  • Gefið Heillagjöf

Einnig hvetjum við alla til þess að vekja athygli á Gjafa-þriðjudegi og notað myllumerkið #givingtuesdaynow #heillagjafir

Hvernig varð gjafa-þriðjudagur til ?

Þetta er í fyrsta sinn sem Gjafa-þriðjudagur er haldinn á Íslandi, en Gjafa-þriðjudagur hefur varið haldin í öðrum löndum frá árinu 2012 og hefur verið haldinn fyrsta þriðjudag eftir þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum á hverju ári. Nú í fyrsta sinn verður Gjafa-þriðjudagur haldin í maí en það er til þess að bregðast við Kórónaveirufaraldrinum. Gjafa-þriðjudagur var settur á laggirnar í þeim tilgangi að hvetja fólk til þess að láta gott af sér leiða.