Lýsing
Andlitsgrímur gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni við Covid-19 og geta hindrað smit á milli fólks. Þessi gjöf færir heilbrigðisstarfsfólki andlitsgrímur til að verja sig gegn Covid-19 veirunni, en á fjölda svæða í heiminum eru andlitsgrímur af skornum skammti. Þetta er tilvalin gjöf til þess að styðja við starf Barnaheilla í baráttunni við heimsfaraldurinn.
Barnaheill styðja við börn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu og munu sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.