Til baka

Lífsnauðsynleg lyf

Eiginleikar:
Vörunr. VV0013
Verðmeð VSK
6.000 kr.
Lífsnauðsynleg lyf - 6.390 kr.
Lífsnauðsynleg lyf - 6.000 kr.

Lýsing

Á sex sekúndna fresti deyr barn úr sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir, svo sem lungnabólgu eða niðurgangi. Þrátt fyrir þennan háa fjölda hefur fjöldi barna undir fimm ára sem hafa dáið vegna sjúkdóma sem er hægt að lækna fækkað um helming síðustu 25 ár. 

Síðan árið 2000 hafa Barnaheill - Save the Children komið í veg fyrir að 48 milljón börn deyi úr læknanlegum sjúkdómum með heilbrigðisstefnu sinni. Þessi gjöf veitir börnum nauðsynleg lyf fyrir banvænum sjúkdómum ásamt forvarnafræðslu til foreldra og heilbrigðisstarfsmanna um hvernig á að meðhöndla veik börn og þekkja hættumerkin.

Barnaheill styðja við börn í Síerra Leóne, Líberíu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og munu sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

 

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.

 


Frekari upplýsingar:
heillagjafir@barnaheill.is