Neyðarskýli

Til baka

Neyðarskýli

Eiginleikar:
Vörunr. VV0038
Verðmeð VSK
13.500 kr.
Neyðarskýli - 13.890 kr.
Einangrunar tjöld - 13.500 kr.

Lýsing

Víða um heim eru heilbrigðiskerfin ekki í stakk búin til þess að takast á við það aukna álag sem fylgir Covid-19. Aðrar óvæntar uppákomur eins og náttúruhamfarir sem ekki gera boð á undan sér, eru einnig mikil ógn. Flóð og fellibylir eru til að mynda algengir í Afríku og er því nauðsynlegt að tryggja að aðstoð berist fljótt á slík svæði. Fyrir fjölskyldu sem hefur misst allt, er forgangsatriði númer eitt að sinna grunnþörfum hennar strax. Í þessari gjöf fær fjölskylda allt til þess að koma sér upp bærilegu skjóli, þ.e.a.s. fjölskyldan fær tjald, teppi og svefndýnu.

Barnaheill styðja við börn í Sierra Leone, Liberíu, Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó. Barnaheill mun sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

ATH. Síðasti séns til þess að panta Heillakort og fá þau send heim fyrir jól er 19. desember. Skrifstofa Barnaheilla er opin 20. - 22. deseber og verður hægt að sækja Heillakort þangað.

 

 

 

 

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.

 

Frekari upplýsingar: heillagjafir@barnaheill.is