Til baka

Hreinlætispakki fyrir stúlkur

Eiginleikar:
Vörunr. VV0040
Verðmeð VSK
2.000 kr.
Fá sent - 2.390 kr.
Hreinlætispakki fyrir stúlkur - 2.000 kr.

Lýsing

Hreinlætispakki fyrir stúlkur, eða dignity kit eins og hann er kallaður í þeim löndum þar sem Barnaheill starfa, er pakki sem stúlkur fá þegar þær hafa leitað á heilsugæslustöð eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Í hreinlætispakkanum má meðal annars finna dömubindi, hreinsiklúta, sápu, spritt, tannbursta og tannkrem og fleira gagnlegt.

Barnaheill styðja við börn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu og munu sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.

 


Frekari upplýsingar:
heillagjafir@barnaheill.is