Jarðhnetumauk | Heillagjafir
Til baka
Lýsing
Áætlað er að um 854 milljónir manna í heiminum búi við hungursneyð og á hverjum degi deyja 10.000 börn úr vannæringu. Með þessari gjöf gefur þú börnum, sem þjást af vannæringu, poka af jarðhnetumauki sem er mjög prótein- og kaloríuríkt. Jarðhnetumaukið getur bjargað lífi barnanna og flýtt fyrir að þau nái heilsu á ný.
Barnaheill styðja við börn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu og munu sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.