Lýsing
Barnaheill - Save the Children reka svokölluð Barnvæn svæði á átakasvæðum víða um heim. Barnvæn svæði Barnaheilla tryggja örugga umsjón með börnum á öllum aldri, en þar fá börn tækifæri á að leika sér og mennta sig í öruggu umhverfi og jafna sig eftir þær þjáningar sem þau hafa orðið fyrir og orðið vitni að. Þannig má hjálpa börnunum að upplifa á ný eðlilegt líf í þessum afar óvenjulegu aðstæðum. Börnin fá þar sálrænan stuðning, skjól, mat, föt og vatn. Starfsfólk Barnaheilla vinnur hörðum höndum að því að láta börnunum líða vel á barnvænu svæðunum og með þessari gleðigjöf er hægt að auðga líf barnanna enn frekar með skemmtilegum leikföngum sem þau geta leikið sér með.

Við getum prentað út gjafakortið á þykkan pappír í stærð A6 og sent þér það með umslagi heim að dyrum fyrir 390 krónur.

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.
Frekari upplýsingar: heillagjafir@barnaheill.is