Til baka

Línu armband 2021

Eiginleikar:
Vörunr.
Verðmeð VSK
2.500 kr.
Lína okkar tíma - Nei takk. Ég afþakka armbandið en ég vil styrkja - 2.500 kr.
Sækja - 2.500 kr.
Línu armband - 2.500 kr.

Lýsing

Söfnunin Lína okkar tíma er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar þróunarverkefni samstakanna í Síerra Leóne. Verkefnið leggur áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum.

Þróunarverkefni Barnaheilla styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði í Síerra Leóne. Með verkefni Barnaheilla eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Verkefnið Lína okkar tíma eða „Pippi of Today“ á ensku er að frumkvæði Astrid Lindgren Company og eru yfir 50 samstarfsaðilar að verkefninu. Lína Langsokkur er skáldsagnapersóna sem er nú orðin 77 ára og er sterk og hugrökk stelpa sem hefur þurft að takast á við allskonar áskoranir í sínu lífi.

Það býr Lína Langsokkur í okkur öllum. Lína er hugrökk og sterk, hún er uppátækjasöm, úrræðagóð og réttsýn og setur heiminn á hvolf til þess að leysa úr vandamálum.