Lýsing
Námsgögnin verða gefin til barna sem hafa ekki tök á að ganga í skóla vegna skorts á námsgögnum. Mennt er máttur og veitir það barni forskot út í lífið að geta haldið námi sínu áfram þrátt fyrir að búa við fátækt og erfiðar aðstæður.
Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu nú sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.
rekari upplýsingar: heillagjafir@barnaheill.is

Við prentum út gjafakortið á þykkan pappír og sendum þér það með umslagi heim að dyrum fyrir 390 krónur.
Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.
Bræðurnir Tariq, 4 ára og Hashim, 5 ára, búa í Norð-vestur Jemen. Árið 2019 misstu þeir foreldra sína í loftárás sem gerð var á apótek í þorpinu þeirra. Þeir eiga einn eldri bróðir á lífi. Barnaheill - Save the Children hafa aðstoðað bræðurnar um skeið og hafa þeir sótt Barnvænsvæði Barnaheilla. Þar fá þeir öruggt umhverfi til náms og leiks. Samtökin útveguðu þeim leikföng sem þeir nota við að læra stærðfræði og lestur. Þeim báðum vegnar vel og eiga sér vonandi bjarta framtíð, þrátt fyrir þær hörmungar sem eiga sér stað í landinu þeirra.
Með því að versla námsgögn fyrir börn gefur þú börnum á átakasvæðum tækifæri á að mennta sig og öðlast framtíð .
