Neyðaraðstoð fyrir nýbura | Heillagjafir

Til baka

Neyðaraðstoð fyrir nýbura

Eiginleikar:
Vörunr. VV0029
Verðmeð VSK
4.000 kr.
Neyðaraðstoð til nýbura - 4.390 kr.
Neyðaraðstoð til nýbura - 4.000 kr.

Lýsing

Neyðaraðstoð fyrir nýbura er gjöf sem getur hjálpað nýfæddum börnum að halda lífi við erfiðar aðstæður. Fjöldi barna fæðist á átakasvæðum og oft og tíðum hafa mæður þeirra lítið eða ekkert á milli handanna og geta því ekki útvegað nauðsynlega hluti fyrir barnið. Gjöfin inniheldur bleyjur, sápu, handklæði, sokka, húfu, hlý föt, teppi, tösku og fleira.

Barnaheill styðja við börn í Síerra Leóne, Líberíu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og munu sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

ATH. Síðasti séns til þess að panta Heillakort og fá þau send heim fyrir jól er 19. desember. Skrifstofa Barnaheilla er opin 20. - 22. deseber og verður hægt að sækja Heillakort þangað.

 

 

Frekari upplýsingar: heillagjafir@barnaheill.is