Til baka

Jólakort - Emilía í snjónum.

Eiginleikar:
Vörunr.
Verðmeð VSK
250 kr.
Jólakort 2014 - 250 kr.
Sent - 250 kr.

Lýsing

Árið 2014 studdi Karl Jóhann Jónsson listmálari samtökin með því að leyfa afnot af myndinni Emilía í snjónum. Myndin er af dóttur listamannsins og hún er máluð í anda tímaritaauglýsinga frá miðbiki síðustu aldar. „Þetta er mynd af yngri dóttur minn að njóta sjókornanna, það er alltaf svo skemmtilegur svipur sem kemur á krakka þegar þau snúa andlitinu upp í snjóinn,“ segir Karl Jóhann.

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.