Til baka

Jólakort - Laufabrauð

Eiginleikar:
Vörunr.
Verðmeð VSK
250 kr.
Jólakort 2017 - 250 kr.
Sent - 250 kr.

Lýsing

Að þessu sinni er það Áslaug Jónsdóttir bókverkakona sem gerir jólakort Barnaheilla. Áslaug segir þetta um kortið: „Það lá beint við að myndefnið væri börn en auk þess notaði ég í myndina laufabrauð sem gleður bæði unga og aldna á svo margan hátt. Í laufabauðsskurðinum felst líka þessi fallega hugmynd: að skapa mikið úr litlu, að fegra það sem er annars einfalt og hversdagslegt.“

Sala jólakorta er afar mikilvæg fjáröflunarleið fyrir Barnaheill sem reiða sig alfarið á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Andvirði kortanna rennur til starfs Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Með því að kaupa jólakort samtakanna styður þú við bakið á öflugu starfi fyrir bættum mannréttindum barna.