Vörunr. VV0073

Líflína Barnaheilla 2022

Verðm/vsk
3.000 kr.
Nafn Línu armband
Verð
Verðm/vsk
3.000 kr.
Birgðir 9202

Nafn Líflína afþakka armband
Verð
Verðm/vsk
2.500 kr.
Birgðir 980

Verðm/vsk
3.000 kr.

Kauptu armbandið

1) Settu vöruna í körfuna

2) Smelltu á körfuna efst upp í hægra horninu

3) Skrifaðu inn persónuupplýsingar

4) Þú ferð inn á örugga greiðslusíðu SaltPay og ritar inn kortaupplýsingar

5) Hafðu símann við höndina. Þú munt fá sms kóða í símann þinn til þess að staðfesta greiðslu

Lýsing

Söfnunin Líflína Barnaheilla er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar þróunarverkefni samstakanna í Síerra Leóne. Verkefnið leggur áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum.

Þróunarverkefni Barnaheilla styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði í Síerra Leóne. Verkefni Barnaheilla er í tíu skólum sem berjast gegn ofbeldi á börnum. Með verkefninu eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

 

Framleiðsluferli armbandanna

Armböndin sem seld eru í Haustsöfnun Barnaheilla 2022 eru búin til á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.

Armböndin voru búin til á tíma heimsfaraldurs, þegar allt var lokað í Síerra Leóne og lítið um vinnu. Fólk á Lumley Beach markaðnum tók vel í að framleiða umhverfisvæn armbönd fyrir Barnaheill og handgerði 10.000 armbönd. Framleiðsluferlið tók fimm mánuði og fékk starfsfólk laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína. Sjö konur og þrír karlar tóku þátt í að búa til armböndin.

Armböndin eru búin til úr laufum pálmatrés og eru þurrkuð og svo lituð með rauðu bleki. Starfsfólk þurrkaði og litaði laufin sjálf. Hægt er að sjá framleiðsluferlið í myndbandinu hér að neðan.

 

Mary 14 ára

,,Þeir stukku fram úr trjánum með svartar grímur og eltu okkur. Við öskruðum og reyndum að hlaupa frá þeim en stundum náðu þeir okkur og nauðguðu okkur,“ sagði Mary* 14 ára um hræðsluna við að labba rúma 3 kílómetra í skólann á hverjum degi. Eftir fræðslu Barnaheilla ákvað þorpshöfðinginn að stelpurnar fengju alltaf fylgd í skólann. ,,Við óttumst ekki lengur að fara í skólann,“ bætir Mary við.