Til baka

Línu armband

Eiginleikar:
Vörunr.
Verðmeð VSK
2.500 kr.
Línu armband - 2.500 kr.
Sækja í fákafen - 2.500 kr.
afþakka armband - 2.500 kr.

Lýsing

Söfnunin Lína okkar tíma er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar þróunarverkefni samstakanna í Síerra Leóne. Verkefnið leggur áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum.

Þróunarverkefni Barnaheilla styður við börn sem búa við erfiðar aðstæður í Pujehun héraði í Síerra Leóne Verkefni Barnaheilla eru í tíu skólum sem berjast gegn ofbeldi á börnum. Með verkefninu eru börn valdefld, þeim er veitt ýmis fræðsla og stuðningur til þess að takast á við erfiðleika sem kunna að verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Verkefnið Lína okkar tíma eða „Pippi of Today“ á ensku er að frumkvæði Astrid Lindgren Company og eru yfir 50 samstarfsaðilar að verkefninu. Lína Langsokkur er skáldsagnapersóna sem er nú orðin 77 ára og er sterk og hugrökk stelpa sem hefur þurft að takast á við allskonar áskoranir í sínu lífi.

Það býr Lína Langsokkur í okkur öllum. Lína er hugrökk og sterk, hún er uppátækjasöm, úrræðagóð og réttsýn og setur heiminn á hvolf til þess að leysa úr vandamálum.

Framleiðsluferli armbandanna

Armböndin sem seld eru í Haustsöfnun Barnaheilla 2022 eru búin til á Lumley Beach markaðnum í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Með framleiðslunni leggja Barnaheill áherslu á sjálfbærni, atvinnusköpun, jafnréttismál og umhverfismál.

Armböndin voru búin til á tíma heimsfaraldurs, þegar allt var lokað í Síerra Leóne og lítið um vinnu. Fólk á Lumley Beach markaðnum tók vel í að framleiða umhverfisvæn armbönd fyrir Barnaheill og handgerði 10.000 armbönd. Framleiðsluferlið tók fimm mánuði og fékk starfsfólk laun sem samsvaraði árslaunum fyrir vinnu sína. Sjö konur og þrír karlar tóku þátt í að búa til armböndin.

Armböndin eru búin til úr laufum pálmatrés og eru þurrkuð og svo lituð með rauðu bleki. Starfsfólk þurrkaði og litaði laufin sjálf. Hægt er að sjá framleiðsluferlið í myndbandinu hér að neðan.