Heillagjafir
Heillagjafir stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna sem búa við erfiðar aðstæður í þeim löndum sem Barnaheill - Save the Children starfa en samtökin starfa í yfir 120 löndum.
Með því að kaupa Heillagjöf bætir þú lífsgæði barna sem eiga um sárt að binda. Barnaheill sjá til þess að Heillagjöf berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.