Vörunr. VV0053b

Lífsnauðsynleg lyf

Verðm/vsk
6.000 kr.
Nafn Lífsnauðsynleg lyf Gjafakort
Verð
Verðm/vsk
6.390 kr.
Birgðir 992
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
Fá útprentað gjafakort sent heim að dyrum.

Nafn Lífsnauðsynleg Lyf PDF
Verð
Verðm/vsk
6.000 kr.
Birgðir 363
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
PDF skjal í tölvupósti

Verðm/vsk
6.000 kr.

Á sex sekúndna fresti deyr barn úr sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir, eins og til dæmis  lungnabólgu sem er eitt af helstu dánarorsökum barna í heiminum. Síðan árið 2000 hafa Barnaheill - Save the Children komið í veg fyrir að 48 milljón börn deyi úr læknanlegum sjúkdómum á borð við lungnabólgu með heilbrigðisstefnu sinni. Þessi gjöf veitir börnum nauðsynleg lyf fyrir banvænum sjúkdómum ásamt forvarnafræðslu til foreldra og heilbrigðisstarfsmanna um hvernig á að meðhöndla veik börn og þekkja hættumerkin.

Barnaheill - Save the Children starfa í fleiri en 120 löndum út um allan heim og munu nú sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.


Luc fékk skjóta meðhöndlun

Luc var aðeins 19 mánaða þegar móðir hans kom með hann á sjúkrahús í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þar sem Barnaheill - Save the Children starfa. Hann var með alvarlega lungnabólgu og barðist fyrir lífi sínu. Sem betur fer fékk hann skjóta meðhöndlun sem bjargaði lífi hans. Hann fékk sýklalyf og súrefni. Eftir aðeins einn dag var Luc farið að líða betur og eftir nokkra daga náði hann sér að fullu. Í dag er hann heilbrigður drengur.

Luc fékk hjálp í tæka tíð, en mörg börn fá hana ekki. Á 30 sekúndna fresti deyr barn úr lungnabólgu eða um 800.000 börn á ári. Til að veita börnum eins og Luc aðgang að lyfjum og læknisþjónustu þurfum við á stuðningi þínum að halda, meira en nokkru sinni fyrr. Með því að kaupa Lífsnauðsynleg lyf þá hjálpar þú Barnaheillum í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma.

 


 

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

 

 

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.
 


Nánari upplýsingar:
heillagjafir@barnaheill.is