Vörunr. VV0005

Hlýr fatnaður fyrir börn á flótta

Verðm/vsk
4.000 kr.
Nafn Hlýr fatnaður fyrir flóttabörn - Gjafabréf
Verð
Verðm/vsk
4.390 kr.
Birgðir 984
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
Fá útprentað gjafakort sent heim að dyrum.

Nafn Hlýr fatnaður fyrir flóttabörn - PDF
Verð
Verðm/vsk
4.000 kr.
Birgðir 341
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
PDF skjal í tölvupósti

Verðm/vsk
4.000 kr.

Það getur reynst erfitt fyrir börn að vera á flótta yfir vetrartímann í sumum heimshlutum, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki þak yfir höfuðið. Milljónir barna á flótta búa í tjöldum í flóttamannabúðum og fer hitastigið oft undir frostmark. Þessi gjöf veitir börnum í flóttamannabúðum hlý og notarleg vetrarföt. 

Barnaheill - Save the Children starfa í fleiri en 120 löndum út um allan heim og munu nú sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.


Karma* er ellefu ára og býr í flóttamannabúðum fyrir utan Aleppo, höfuðborg Sýrlands. Nær allt hennar líf hefur hún og fjölskylda hennar búið í flóttamannabúðunum og hafa ekki haft afturkvæmt heim vegna átaka í landinu. Í flóttamannabúðum býr Karma og fjölskylda hennar í tjaldi sem ekki er upphitað. Hitastigið getur farið undir frostmark á veturna sem getur reynst fjölskyldu Körmu ásamt þúsundum annarra íbúa flóttamannabúðana erfitt. Með því að kaupa gjöfina ,,Hlý föt fyrir flóttabörn" gefur þú börnum eins og Körmu hlý föt til þess að klæðast þegar kuldinn lætur á sér bera.

 

 

 

 


 

 

Þú getur valið að fá Heillakort prentað á þykkan pappír sent heim með umslagi fyrir 390 kr. aukalega.

Það fá allir sent veglegt gjafakort í tölvupósti þegar Heillagjöf er keypt. Hægt er að prenta út skjalið, sem er í A4 stærð.

 


Nánari upplýsingar:
heillagjafir@barnaheill.is