Vörunr. VV0058a

Sálrænn stuðningur fyrir barn

Verðm/vsk
5.500 kr.
Nafn Sálrænn stuðningur - Gjafakort
Verð
Verðm/vsk
5.890 kr.
Birgðir 1000
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
Fá útprentað gjafakort sent heim að dyrum.

Nafn Sálrænn stuðningur - PDF
Verð
Verðm/vsk
5.500 kr.
Birgðir 990
Hvernig viltu fá gjafabréfið afhent?
PDF skjal í tölvupósti

Verðm/vsk
5.500 kr.

Barnaheill - Save the Children reka svokölluð Barnvæn svæði á átaka- og hamfarasvæðum víða um heim. Á Barnvænum svæðum Barnaheilla geta börn fundið öruggt athvarf til þess að læra og leika sér. Einnig fær starfsfólk Barnaheilla þjálfun til þess að sinna sálfræðilegum stuðningi og geta börn nýtt sér þá þjónustu á Barnvænum svæðunum. Börn á átaka- og hamfarasvæðum hafa oft upplifað mikinn ótta og skelfingu á sinni lífsleið og því mikilvægt að þau fá þá þjónustu til þess að vinna á sálrænum áföllum.

Barnaheill - Save the Children starfa í fleiri en 120 löndum út um allan heim og munu nú sjá til þess að gjöfin berist til þeirra sem þurfa á henni að halda.


Ladan* fékk sálrænan stuðning eftir erfiða lífsreynslu

Ladan* 10 ára frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó neyddist til að flýja heimili sitt ásamt móður sinni þegar vígahópur undirlagði þorpið þeirra á skömmum tíma. Faðir hennar lést í átökum við vígahópinn. 

Ladan og móðir hennar höfðu verið á flótta í nokkrar vikur þegar þær settust að í þorpi þar sem Barnaheill - Save the Children starfa. Ladan hefur ekki getað stundað nám í eitt og hálft ár en nú kemur hún daglega á Barnvæn svæði Barnaheilla þar sem hún stundar nám að kappi. Einnig fær hún sálrænan stuðning frá starfsfólki Barnaheilla en eftir þá lífsreynslu sem hún upplifði í átökunum og á flótta skiptir þessi stuðningur sköpum fyrir andlega heilsu hennar. 

 

 


 

 

 

 


Nánari upplýsingar:
heillagjafir@barnaheill.is