Lína okkar tíma – framlag til söfnunar

Fjöldi stúlkna á flótta hefur aldrei verið meiri – Lína Langsokkur styður við berskjaldaðan en hugrakkan hóp

Lína Langsokkur

Í ár eru 76 ár frá því að fyrsta bókin um Línu Langsokk kom út. Til að fagna því, blása The Astrid Lindgren Company og Barnaheill – Save the Children til alþjóðlegs átaks, „Pippi of Today“, til að vekja athygli á og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children er snúa að stúlkum á flótta.

Fyrir 76 árum síðan kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag!

Nánari upplýsingar um átakið má finna hér.Skilmálar

Á vefsíðunni barnaheill.is eru persónuupplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar, t.d. vegna fyrirspurna, framlaga, skráninga eða pantana, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónulegar upplýsingar skuldbinda Barnaheill sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munu ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.


Greiðslukort
Upphæð: 
Millifærsla

Millifærsla á reikning: 0327-26-2535
kt. 521089-1059

Vinsamlegast sendið kvittun á barnaheill@barnaheill.is

reCAPTCHA