Í ár fer Haustsöfnun Barnaheilla fram dagana 31. ágúst til 10. september 2023

Armbönd Barnaheilla verða seld víðsvegar um landið og vefverslun Barnaheilla dagana 31. ágúst - 10. september. Söfnunin er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar erlendu starfi Barnaheilla. Með fjármagninu sem safnast munum við m.a. aðstoða börn sem hafa gengið til liðs við vígahópa á átakasvæðum að koma undir sig fótunum á ný. Við veitum stúlkum öruggt umhverfi til menntunar. Við þjálfum kennara í jákvæðum kennsluaðferðum og virðingarríkum samskiptum. Við hjálpum börnum sem bortið hefur verið á að leita réttar síns og fá réttlætinu fram og við veitum börnum á átakasvæðum geðheilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt.