Um 7,5 milljónir barna í Úkraínu eru í brýnni hættu vegna stríðsins sem þar geisar. Úkraínsk börn þurfa að þola skotárásir og ofbeldi. Fjöldi barna og fjölskyldur þeirra hafa neyðst til að dvelja í svokölluðum sprengjuskýlum til þess að komast undan sprengingum og önnur hafa þurft að flýja heimili sín. Veðrið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, er við frostmark og börn á flótta eru að upplifa skelfilegar aðstæður. Margar fjölskyldur sem flýja þurfa aðstoð við skjól, mat og hreint vatn.

Börn munu hljóta langvarandi skaða vegna átakanna en þá má m.a. nefna truflun á menntun þeirra, tekjumissi fjölskyldunnar og áhrif fjölskylduaðskilnaðar. Ekki má heldur vanmeta andleg áhrif sem átökin hafa á börn en hætta er á langvarandi geðheilsuvandamálum barna í kjölfar átakanna.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa þungar áhyggjur af börnum í Úkraínu og hafa hafið neyðarsöfnun fyrir þau, hægt er að leggja söfnuninni lið hér.