Lína - Það er ég!

Til baka
Línu armband
Línu armband

Lína - Það er ég! - FORSALA

Vörunr. VV0001
Verðmeð VSK
1.945 kr.
Línu armband - 1.945 kr.

Lýsing

Með því að kaupa þetta armband styður þú við stúlkur á flótta og gefur þeim tækifæri á að finna hugrekki og von sem þær þurfa til þess að takast á við þær áskoranir sem á vegi þeirra verða að bjartari framtíð.

Forsala á armbandinu fer fram frá 18. - 24. mars hér í vefverslun Barnaheilla. Armbandið verður afhent á skrifstofu Barnaheilla um miðjan maí. Einnig er hægt að fá armbandið sent heim í póstkröfu.

Verkefnið „Pippi of Today“, að frumkvæði Astrid Lindgren Company í samvinnu við Barnaheill – Save the Children á Íslandi, styður við stúlkur á flótta.

Lína Langsokkur (fullu nafni Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur) er skáldsagnarpersóna búin til fyrir 75 árum síðan af sænska rithöfundinum Astrid Lindgren.  Seinni heimsstyrjöldinni var að taka enda og milljónir stúlkna voru á flótta.

Í dag neyðast mun fleiri stúlkur til að yfirgefa heimili sín, ekki bara til nýrra borga heldur einnig nýrra landa. Þær þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð.

Það býr Lína Langsokkur í okkur öllum. Lína er hugrökk og sterk, hún er uppátækjasöm og úrræðagóða og setur heiminn á hvolf til þess að leysa úr vandamálum.

Styddu við stúlkur á flótta – Línur dagsins í dag!

NÁNARI UPPLÝSINGAR