22.01.2021
Börn eiga rétt á vernd í stríðsátökum milli ríkja samkvæmt alþjóðlegum mannúðarreglum. Beiting gereyðandi kjarnorkuvopna útilokar að hægt sé að fara að mannúðarreglum og veita fólki aðhlynningu ef þeim yrði beitt. Barnaheill eru meðal þeirra félaga sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um bann við notkun kjarnorkuvopna.
21.01.2021
Barnaheill - Save the Children hófu mannúðaraðstoð í Suður-Kiwu í LýðstjórnarlýðveldinuKongó í nóvember síðastliðnum. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Verkefnið miðar að því að ná þessu fram meðal annars með því að styðja við svokölluð Barnvæn svæði.
20.01.2021
Mikil ringulreið hefur skapast í Norðvestur Sýrlandi vegna flóða. Um 20.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín ásamt fjölskyldum sínum og einn drengur, sex ára, hefur látist í flóðunum.
18.01.2021
Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, til fátækustu ríkja heims, sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna muni glata möguleika sínum til menntunar
13.01.2021
Í júlí síðastliðnum sögðu Barnaheill - Save the Children frá því að yfir 100 börn hefðu verið drepin á aðeins nokkrum vikum í Ituri-héraði í Kongó og þar af fjórtán afhöfðuð með sveðju. Börnin í Kongó þjást mest í átökunum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýlega hafið mannúðaraðstoð í landinu.
12.01.2021
Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.
11.01.2021
Covid-19 í miklum vexti í Sýrlandi. Skortur á súrefni og vatni er yfirvofandi vegna fjórföldunar á Covid-19 smitum síðastliðna tvo mánuði
01.01.2021
Barnaheill óska öllum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári verður margt spennandi að gerast hjá Barnaheillum. Til dæmis verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði nú í janúar og það fyrsta verður haldið n.k. mánudag 4. janúar.
18.12.2020
Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.
16.12.2020
Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn í heiminum. Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest.