Fréttir Barnaheilla

Ný bók - Ég og vinir mínir

Það okkur sönn ánægja að kynna fyrir ykkur nýja Vináttubók sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gefið út.

Öll börn eiga að vera látin laus tafarlaust

Barnaheill – Save the Children fagna því að vopnahléi hefur verið komið á milli Palestínu og Ísraels og unnið sé að því að frelsa gísla. Nokkrum ísraelskum og palestínskum börnum hefur verið sleppt úr haldi en Barnaheill krefjast þó að öll börn verða látin laus tafarlaust.

Heillagjafir fyrir börn á Gaza

Sala Heillagjafa Barnaheilla fyrir jólin 2023 er hafin og að þessu sinni rennur ágóði sölunnar til barna á Gaza. Átökin á Gaza hafa breytt lífi barna þar og upplifa þau ótta, kvíða og óvissu á hverjum degi.

Vilborg Oddsdóttir hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2023

Í dag veittu Barnaheill hina árlegu viðurkenningu, í 22. sinn, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember.

Andleg heilsa barna á Gaza komin yfir þolmörk

Börn á Gaza eru útsett fyrir alvarlegum andlegum áföllum vegna núverandi hernaðaraðgerða. Á það benda sérfræðingar Barnaheilla.

Börn eru fórnalömb átakanna

Barnaheill kalla eftir tafarlausu vopnahléi í Palestínu og Ísrael og að skref verði tekin til að vernda líf barna. Börn eru fórnalömb átakanna og eru í mikill hættu á að slasast eða láta lífið.

Hvar fer fornvarnarfræðsla barna og ungmenna fram?

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 25. október nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni: Hvar fer forvarnarfræðsla barna og ungmenna fram? 

Börn eru að þjást á Gaza-svæðinu

Barnaheill standa vaktina á Gaza-svæðinu og styðja við börn og ungmenni sem þjást vegna stríðsins sem þar er ríkjandi. Börn eru þeir einstaklingar sem líða alltaf mest í átökum og hörmungum og sögurnar sem nú berast eru hræðilegar.

Ungheill tóku þátt í Nordic Activist Camp

Fulltrúar Ungheilla, ungmennaráðs Barnaheilla, lögðu land undir fót til Stokkhólms helgina 25. - 27. ágúst síðastliðinn. Förinni var heitið á Nordic Activist Camp sem er samstarfsverkefni milli ungmennaráða Barnaheilla – Save the Children í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og nú í ár bættust við ungmennaráð Íslands og Álandseyja.

Fátækt barna í norrænni velsæld

Ríki Norðurlandanna hafa lengi státað sig af öflugu velferðarkerfi, þar sem innviðir eru nýttir til að jafna stöðu fólks og tryggja þar með öllum jöfn tækifæri, bestu mögulegu heilsu, menntun og öryggi. Í skugga þess eru börn sem alast upp við fátækt. Um er að ræða rúmlega 11% barna í Noregi, 12% í Finnlandi, 5% barna í Danmörku, 19% í Svíþjóð og 13,1% barna á Íslandi sem eiga á hættu að alast upp við fátækt og félagslega einangrun. Á Norðurlöndum alast 719.500 börn upp á lágtekjuheimilum.