Fréttir Barnaheilla

Við erum flutt!

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er flutt í Borgartún 30, 2. hæð.

Sameiginleg yfirlýsing ungmennafélaga

Ungheill, Ungmennaráð Barnaheilla, ásamt tólf öðrum ungliðahreyfingum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæma þær breytingar sem á að gera á útlendingalögum. Í yfirlýsingunni krefjast þau þess að allar lagabreytingar séu gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.  Hér að neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni.

Nauðsynlegt að auka sálfélagslegan stuðning við Palestínsk börn

Barnaheill – Save the Children kalla eftir aukningu á geðheilbrigðisþjónustu og sálfélagslegum stuðningi við Palestínsk börn – sem flúið hafa stríðið á Gaza.

Ný stjórn Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 22. maí í Bragganum á Nauthólsvegi. Sex framboð bárust til stjórnar og varastjórnar.

Réttindi barna varða okkur öll

Í dag, fimmtudaginn 2. maí, hefst hin árlega Vorsöfnun Barnaheilla með sölu á lyklakippum sem eru hannaðar og framleiddar af handverksfólki í Freetown, höfuðborg Síerra Leóne. Allur ágóði sölunnar rennur til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum.

Sigurgeir þreytir 17 kílómetra sjósund til styrktar börnum á Gaza

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson stefnir á sjósund frá Akranesi og yfir til Reykjavíkurhafnar til styrktar börnum sem búa á Gaza í júlí næstkomandi. Hann ætlar sér að synda undir mögulega bestu haf- og veðurskilyrðum og er undirbúningurinn í fullum gangi. Leiðin sem hann mun synda er 17 kílómetrar, sem er það lengsta sem hann hefur þreytt í sjósundi.

„Ég vil tala um gleymdu börnin“

„Mikið öngþveiti er í litlu sveitaþorpi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó þegar ég keyri í gegnum þorpið. Bílstjórinn minn hægir á bílnum og hlustar á mann sem hleypur til okkar. ,,Hann stal barni!“ hrópar hann.

Fræðsla um kynheilbrigði barna

Kynferðisofbeldi gagnvart börnum er alvarlegt, alþjóðlegt vandamál og eru vitundarvakning, fræðsla og forvarnir afar mikilvæg tæki í baráttunni gegn því. Til að bregðast við þessu hafa Barnaheill í samvinnu við fjórar Evrópuþjóðir unnið að því frá árinu 2022 að þróa fræðslu- og forvarnarefni um kynheilbrigði barna.

Sex mánuðir af skelfilegu stríði

Sex mánuðir eru síðan stríðið sem geisað hefur á Gaza hófst. Stríð sem hefur haft skelfilegar afleiðingar fyrir börn. Meira en 13.800 börn á Gaza-svæðinu hafa verið myrt, auk 106 barna á Vesturbakkanum og 33 barna í Ísrael.

Aðalfundur Barnaheilla 2024

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram miðvikudaginn 22. maí kl. 16:00 í Bragganum, Nauthólsvík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.