250 þúsund börn í Austur-Afríku gætu að nýju orðið fórnarlömb vannæringar ef ekki tekst að tryggja fjármögnun neyðarstarfs

Barnaheill – Save the Children vara við því að ef ekki tekst að tryggja áframhaldandi fjármögnun neyðaraðstoðar í Austur-Afríku, gætu þau 250 þúsund börn sem í dag fá mánaðarlega matarskammta frá samtökunum að nýju orðið fórnarlömb vannæringar.

Barnaheill – Save the Children vara við því að ef ekki tekst að tryggja áframhaldandi fjármögnun neyðaraðstoðar í Austur-Afríku, gætu þau 250 þúsund börn sem í dag fá mánaðarlega matarskammta frá samtökunum að nýju orðið fórnarlömb vannæringar.

Samtökin hafa þegar náð til ríflega 2,5 milljónar manna síðan í júlí 2011 en þörf er á umtalsvert meira fjármagni ef tryggja á lífsnauðsynlegt starf þeirra á svæðinu til frambúðar. Varanleg áhrif þessa verstu þurrka í Austur-Afríku í 60 ár eru enn gríðarleg. „Almenningur um allan heim lagðist á eitt við að tryggja að neyðarstarfið sem við réðumst í á svæðinu er það umfangsmesta í 90 ára sögu Barnaheilla – Save the Children,“ segir Justin Forsyth, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children UK. „En við stöndum á tímamótum í starfi okkar. Okkur sárvantar frekara fé til að halda starfinu áfram og halda áfram þeirri uppbyggingu sem náðst hefur á síðustu sex mánuðum. Þetta snýst ekki um það að auka umfang starfs okkar, heldur að tryggja að þau börn sem við erum nú þegar að hjálpa verði ekki að nýju fórnarlömb vannæringar og hungurs.“

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla enn á ný eftir framlögum til neyðaraðstoðarinnar í Austur-Afríku og hafa nú sett markið á 125 milljónir breskra punda, eða tvöfalda þá upphæð sem þegar hefur safnast. Starfsmenn samtakanna á vettvangi halda með starfi sínu þúsundum barna á lífi í gegnum matargjafir, en alls hefur verið hægt að hjálpa 1,2 milljónum barna. Brýn þörf er á frekara fjármagni til að halda þessu lífsnauðsynlega starfi áfram út árið 2012 auk þess að hjálpa fjölskyldum að byggja upp bjargráð sínum svo þær geti séð fyrir sér sjálfar.

Á síðasta hálfa ári, hafa Barnaheill – Save the Children náð til 2,5 milljónar manna með matvæli, hreint vatn og heilsugæslu. En ástandið er enn mjög alvarlegt og hundruðir þúsunda horfa fram á hungursneyð á þessu ári. Milljónir manna, þar af margir bændur, misstu allan búpening sinn í þurrkunum og reiða sig alfarið á aðstoð hjálparsamtaka á borð við Barnaheill – Save the Children. Viðvarandi átök, hækkandi matvælaverða og alvarlegir þurrkar hafa gert foreldrum ókleift að mæta grunnþörfum barna sinna, á borð við matvæli og vatn. Til viðbótar við neyðaraðstoð, hafa samtökin aðstoðað fjölskyldur á svæðinu við að undirbúa sig fyrir framtíðina með því að láta þeim í hendur landbúnaðarverkfæri, veita þeim þjálfun og ko