Enn 36 millj?nir barna ? ?takasv??um ?n sk?lag?ngu ? 18 ?ra afm?li Barnas?ttm?lans

Þó að 18 ár séu frá því Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur á allherjarþingi SÞ, eru milljónir barna víðs vegar um heiminn sem fara á mis við grundvallarréttindi, sérstaklega börn sem búa á átakasvæðum. Um 36 milljónir barna á átakasvæðum eru enn án skólagöngu., Vitað er að gæðamenntun stuðlar að vernd barnanna og opnar þeim dyr að betra lífi. 

Jafnvel þó þeim börnum sem eru án skólagöngu í heiminum fari fækkandi, gengur erfiðlega að ná til þeirra sem búa á átakasvæðum, en alls eru 72 milljónir barna án skólagöngu víða um heim. Þriðjungur barna á átakasvæðum eru án skólagöngu, þó einhver árangur hafi náðst. Þessi hópur hefur litla athygli fengið og einungis fimmtungur alþjóðlegs stuðnings til menntunar hefur runnið til menntunar barna á átakasvæðum. Í löndum eins og KONGÓ. Súdan, Eritreu og Fílabeinsströndinni er helmingur barnanna ekki í skóla. Í Kongó, Eritreu og Írak, eru nú fleiri börn utan skóla, en voru fyrir ári.

 Það er hins vegar mögulegt að breyta stöðu mála. Í Nígeríu hefur orðið mikil breyting á síðasta ári. Þar hafa ein og hálf milljón barna átt þess kost að fara aftur í skóla og er það 19% aukning. Þetta er ekki síst vegna þeirrar ákvörðunar ríkistjórnarinnar að skólaganga skuli vera ókeypis og heilsugæsla sé í boði í skólunum.

 Að lokinni fyrrir heimstyrjöldinni, barðist Eglantyne Jebb, stofnandi alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children, fyrir því að réttindi barna væru sett í forgang í heiminum. Hún gaf út yfirlýsingu um réttindi barna, sem svo var tekin upp af Þjóðarbandalaginu, og varð síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem samþykktur var 20. nóvember 1989. 

Vitneskjan um stríð og átök í heiminum minnir okkur þó á að stöðugt er verið að brjóta á rétti barna og beita þau ofbeldi. Milljónir barna komast á fullorðinsár án þess að hafa nokkurn tíman gengið í skóla. Öll börn eiga réttindi, þar á meðal rétindi til að ganga í skóla og njóta menntunar, áháð því hver þau eru eða hvar þau búa. Börn sem búa á átakasvæðum hafa orðið útundan og ríkisstjórnir og styrktaraðilar eru að bregðast þeim.

Skýrsla UNESCO um „Menntun fyrir alla" (Education for all) verður kynnt í höfuðstöðvum  Sameinuðu þjóðanna þann 29. nóvember n.k. Sjá nánar

Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um ,, Menntun fyrir alla"verðu