Ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Miðvikudaginn 15. febrúar stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Miðvikudaginn 15. febrúar stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um ábendingar barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. 

Á fundinum mun Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, halda erindi sem ber yfirskriftina „Barnasáttmálinn og umboðsmaður barna“, Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu ræðir um barnasáttmálann og barnavernd og María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur innanríkisráðuneytis segir frá fyrirtöku barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og viðbrögðum.

Fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Fundurinn hefst kl. 08.15 á Grand Hóteli Reykjavík og stendur til kl. 10.00. Skráning fer fram á http://iogt.is/page/skraning_a_vidburdi