Aðalfundur Ungmennaráðs 9. maí

Ungmennaráð Barnaheilla - Save the Children á Íslandi býður alla á aldrinum 13-25 ára velkomna á opinn aðalfund þriðjudaginn 9. maí kl 18:00 í húsnæði Barnaheilla, Fákafeni 9.

Á fundinum verður kynnt ungmennaráðið og kosið í nýja stjórn. Öllum er velkomið að bjóða sig fram og skal framboð vera sent fyrirfram á ungmennarad@barnaheill.is
 
Óskað er eftir framboðum í eftirfarandi stöður:
- Formaður
- Varaformaður
- Gjaldkeri*
- Margmiðlunarstjóri
- þremur meðstjórnendum
 
Allir á aldrinum 13-25 ára mega bjóða sig fram og  eru með kosningarétt.
Kosið er til tveggja ára
*athugið að gjaldkeri þarf að hafa náð 18 ára aldri
 
Dagskrá fundarins:
1. Setning fundar
2. Kynning á störfum og stefnum Ungheilla
3. Lagabreytingartillögur
4. Kosningar í nýja stjórn
5. Hlé
6. Niðurstöður kosningar tilkynntar
7. Önnur mál
 
Fundarstjóri verður Geir Finnson, forseti Landsambands ungmennafélaga
Léttar veitingar verða í boði!
 

Hlökkum til að sjá ykkur.