Aðgerðir til að bjarga Bangkok í Taílandi gæti komið niður á börnum norður af borginni

Annie_minniÁ meðan yfirvöld keppast við að bjarga Bangkok undan flóðum, er hætta á að börn sem þegar hafa orðið illilega fyrir barðinu á flóðunum norður af borginni, fái ekki þá hjálp sem þau þurfa. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Annie_minniAnnie Bodmer-Roy, starfsmaður Barnaheilla - Save the Children, á vettvangi í Ayutthaya.Á meðan yfirvöld keppast við að bjarga Bangkok undan flóðum, er hætta á að börn sem þegar hafa orðið illilega fyrir barðinu á flóðunum norður af borginni, fái ekki þá hjálp sem þau þurfa. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Á meðan að hjálparstarf og athygli fjölmiðla beinist að Bangkok og sífellt aukinni hættu á flóðum í hinni gríðarstóru höfuðborg, eiga börn og fjölskyldur þeirra, sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín í Pathum, Thani og Ayutthaya, í erfiðleikum með að komast af í bráðabirgðaskýlum eða annars staðar þar sem þeim hefur tekist að finna skjól.

„Þó yfirvöld hafi gert margt til að mæta þörfum þeirra þúsunda sem orðið hafa fyrir barðinu á flóðunum, er ástandið þannig að það reynir á þanþol allra. Við höfum miklar áhyggjur af því að án aðstoðar fái þúsundir barna ekki þá hjálp sem þau þurfa svo nauðsynlega á að halda,“ segir Annie Bodmer-Roy hjá Barnaheillum – Save the Children eftir heimsókn á flóðasvæðið í Ayuttheya.

Barnaheill – Save the Children starfa náið með yfirvöldum við að veita neyðaraðstoð til þeirra sem mest þurfa á henni að halda en samtökin segja að mun meira þurfi að gera. „Fjölskyldur standa frammi fyrir enn meira álagi nú þegar vöxtur er í flóðinu, sumar þeirra hafa neyðst til að fara úr einu skýli í annað þar sem flóðavatnið leitar alltaf inn á ný og ný svæði. Einn lítill drengur sem ég ræddi við, hafði þegar flutt tvisvar sinnum á einni viku og gæti þurft að flytja enn einu sinni þar sem verið er að flytja fjölskyldur á brott úr skýlinu þar sem hann hefst við núna,“ segir Annie.

Barnaheill - Save the Children vilja tryggja að hjálp, svo sem matur og vatn, berist þeim fjölskyldum sem erfiðast er að ná til. Þá verður lögð áhersla á að vernda börn gegn misnotkun og styðja við andlegan bata þeirra eftir álag og kvíða sem fylgja hamförum.