Afhjúpun Rósarinnar - alþóðlegt minnismerki óþekkta barnsins um von og trú

Þriðjudaginn 6. október kl.12 munu Barnaheill, Save the Children, á Íslandi afhjúpa minnisvarðann “Rósin” við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum. Rósin er sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og börn um allan heim. Rósinni er ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum.

Þriðjudaginn 6. október kl.12 munu Barnaheill, Save the Children, á Íslandi afhjúpa minnisvarðann “Rósin” við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum. Rósin er sameiningartákn fyrir börn á Íslandi og börn um allan heim. Rósinni er ætlað að vera staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af sjúkdómum, af slysförum, af illri meðferð eða í stríðsátökum.

Barnaheill eru í samstarfi við samtökin “Roses for Children”, www.rosesforchildren.com sem komið hafa upp sambærilegum minnisvörðum víða um heim. Þau eru hluti af stofnun Hermann Van Veen Foundation sem, líkt og Barnaheill, helgar sig réttindum barna. Bæði samtökin vinna að því að börn njóti réttlætis, án mismununar vegna kynþáttar, trúar eða þjóðernis og þau búi við kærleika, skilning öryggi innan sinnar fjölskyldu og í sínu hversdagslega umhverfi.

Athöfnin hefst kl. 12.00 með ávarpi Helga Ágústssonar formanns Barnaheilla, þá munu Mirjam Van Oort og Sil Van Oort frá “Roses for Children” segja nokkur orð. Síðan mun frú Vigdís Finnbogadóttir og fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla, þær Diljá Helgadóttir og Særún Erla Baldursdóttir afhjúpa verkið. Barnakór Laugarnesskóla mun auk þess syngja tvö lög. Að athöfn lokinni bjóða Barnaheill upp á súpu og brauð í Grasagarðinum.

Þeir sem komu að framkvæmd Rósarinnar og gáfu vinnu sína voru:

S. Helgason Járnsmiðjan Óðinn Jón Stefán Kristjánsson,

þýðandi ljóðsins

Samstarfsaðilar eru: Umvherfissvið Reykjavíkurborgar

Menntamálaráðuneytið