Afleiðingar foreldraútilokunar fyrir börn

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir.

Foreldraútilokun og umgengnitálmanir

Á dögunum var haldin ráðstefna um foreldraútilokun, málefni sem Barnaheill styðja að fái faglega umræðu.Yfirskrift ráðstefnunnar var Leyfi til að elska og á henni talaði fjöldi sérfræðinga um málefnið, bæði innlendir og erlendir. Í myndskeiðum á ráðstefnunni komu fram ýmsar upplýsingar byggðar á rannsóknum frá þremur íslenskum sérfærðingum, þeim Heimi Hilmarssyni, félagsráðgjafa hjá barnaverndum þriggja sveitarfélaga á Suðurnesjum og formanni félags um foreldrajafnrétti og Sigrúnu Júlíusdóttur, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formanns Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd við HÍ, og Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini hjá Miðstöð foreldra og barna.Við birtum hér úrdrátt úr tveimur myndbandanna sem er að finna áYouTube rásinni Leyfi til að elska þar sem einnig má finna fyrirlestra ráðstefnunnar.

Rannsóknir sýna að börn sem alast upp í umhverfi þar sem þeim er innrætt neikvætt viðhorf til annars foreldris síns og missa tengsl að hluta eða öllu leyti við það, verða fyrir margvíslegum og afar slæmum afleiðingum vegna þess samkvæmt Heimi Hilmarsyni. Erlendar rannsóknir sýni að foreldraútilokun eigi sér stað í 10-15% skilnaða þar sem börn eigi hlut að máli. Helstu afleiðingar fyrir börnin eru kvíði, þunglyndi, lágt sjálfsmat og vanlíðan. Börnin séu einnig líklegri til sjálfskaða, sjálfsvígshugsana, stríði við hegðunarvanda og þau eigi oft erfitt með að stofna til og vera í samböndum á fullorðinsaldri.

Rannsóknir Sigrúnar Júlíusdóttur sýna að afleiðingarnar hafa ekki eingöngu áhrif á meðan börnin eru í aðstæðunum, heldur fylgja þeim gjarnan út lífið og geti komið fram í heilsufari þeirra síðar á lífsleiðinni. Sæunn Kjartansdóttir leggur áherslu á að barn í tilfinningalegu ójafnvægi búi oftast við innri streitu sem hafi áhrif á þroska heilans og taugakerfisins. Það geti haft áhrif á nám og úrvinnslu eigin tilfinninga.

AFNEITA YFIRLEITT EKKI FOR­ ELDRI SEM BEITIR OFBELDI

Í tilfellum þar sem barn er beitt líkamlegu ofbeldi eða vanrækslu af hálfu foreldris er afar sjaldgæft og jafnvel óheyrt að barnið afneiti því foreldri. Hins vegar segir Heimir að í tilfellum um foreldraútilokun sé það tilfellið í yfirgnæfandi meirihluta mála.

Rannsóknir Sigrúnar á uppkomnum skilnaðarbörnum leiða í ljós að þeim finnast deilur foreldranna erfiðastar þar sem þau lendi á milli. Ekki fyrirkomulag, búseta eða tíðni samvista. Það sé börnum óbærilegt að þurfa að velja á m