Dagur mannréttinda barna er í dag

Í dag, 20. nóvember, er Dagur mannréttinda barna og afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim. Í tilefni dagsins opna Barnaheill Fjársjóðskistuna sem er afrakstur Mannréttindasmiðjunnar sem stofnað var til fyrir nemendur leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þangað mátti senda skapandi verkefni um mannréttindi barna.

Í dag, 20. nóvember, er Dagur mannréttinda barna og afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim. Í tilefni dagsins opna Barnaheill Fjársjóðskistuna sem er afrakstur Mannréttindasmiðjunnar sem stofnað var til fyrir nemendur leik-, grunn- og framhaldsskóla. Þangað mátti senda skapandi verkefni um mannréttindi barna. Yfirskrift Mannréttindasmiðjunnar í ár var Rad

fjársjóðskistan1

dir barna, en í 12. og 13. grein Barnasáttmálans segir að öll börn hafi rétt til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif.

Fjársjóðskistan lifir áfram og nýtist á komandi árum til að geyma verkefni og sköpunarverk nemenda um mannréttindi. 

Við hvetum alla leik-, grunn- og framhaldsskóla til að nýta daginn til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín. Á vefsíðu verkefnisins er að finna ýmsar hugmyndir um verkefni. 

#dagur mannréttinda barna