Ályktun Evrópusamtaka Barnaheilla um mansal

Á hverju ári eru hundruðir barna í Evrópu fórnarlömb mansals. Þau eru flutt á milli landa eða innan síns lands. Barnaheill á Íslandi starfa náið með Evrópusamtökum Barnaheilla- Save the Children, og þá sérstaklega varðandi vernd barna gegn ofbeldi og mansali.

Á hverju ári eru hundruðir barna í Evrópu fórnarlömb mansals. Þau eru flutt á milli landa eða innan síns lands. Barnaheill á Íslandi starfa náið með Evrópusamtökum Barnaheilla- Save the Children, og þá sérstaklega varðandi vernd barna gegn ofbeldi og mansali.

Evrópusamtök Barnaheilla hafa beitt sér í baráttunni gegn mansali og vilja að sett séu sérstök viðmið þegar börn eiga í hlut. Samtökin leggja áherslu á það sem barninu er fyrir bestu sé að ávalt haft að leiðarljósi þegar tekið er á mansali á börnum og staða þess sem innflytjanda á jafnramt að að vera aukaatriði. Þá þarf að tryggja að þessi börn fái áfallahjálp og aðhlynningu og jafnframt aðgang að allri þjónustu: félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum. Börnin eiga einnig að hafa sérstakan tilsjónarmann sér til stuðnings á meðan málefni þess eru til athugunar. Samtökin segja mikilvægt að börn séu aldrei send til síns heimalands nema öruggt sé að aðstæðurnar þar séu tryggar. Leita þarf uppi fjölskyldu barnanna, án þess að þeim eða fjölskyldu þeirra sé stefnt í hættu.

Í júní sl. var samþykkt áætlun gegn mansali á Evrópuþinginu. Evrópusamtök Barnaheilla hafa fylgst náið með vinnu við þá áætlun og reglulega gert athugasemdir. Samtökin telja að þau atriði sem þau leggja áherslu á þegar börn eiga í hlut hafi ekki skilað sér inn i áætlunina og hafa gert athugasemdi þar af lútandi. Samtökin telja að enn sé ekki tryggt að börn fái stuðning og vernd við flutning til síns heimalands, né að öryggi fjölskyldu barnsins sé tryggð. Evrópusamtök Barnaheilla leggja áherslu á að gerðar verði lagfæringar á samþykktinni þannig að hún uppfylli sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, þ.e. Barnasáttmálann.

Um mansal er að ræða þegar einstaklingur yngri en 18 ára er fluttur milli staða, afhentur, hýstur eða tekið á móti í þeim tilgangi að hafa not af honum, þó engin merki séu um þvingun,blekkingar, valdbeitingu eða annars konar ofbeldi.