Fréttir Barnaheilla

Nemendur í MS gáfu dagsverk til uppbyggingar skólastarfs í Kambódíu

Nemendur Menntaskólans við Sund lögðu niður hefðbundið skólastarf í gær og söfnuðu rúmri milljón króna fyrir uppbyggingu skólastarfs í afskekktum héruðum í Kambódíu. Nemendurnir fóru víðs vegar um bæinn og störfuðu m.a. á leik- og grunnskólum Reykjavíkur, hjá Höfuðborgarstofu, afgreiddu í Skífunni og flokkuðu krabbadýr á Náttúrufræðistofnun. Þeir aðilar sem MS-ingarnir unnu hjá samþykktu að veita fé til Barnaheilla í skiptum fyrir aðstoð nemendanna eina dagstund. Allt fé sem þannig safnaðist á þessum degi rennur óskipt til að byggja upp fljótandi skóla í Kambódíu.Nemendur Menntaskólans við Sund lög...

Dómsmálaráðuneytið veitir 1 milljón króna til verkefnisins ,,Stöðvum barnaklám á Netinu"

Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Barnaheilla „Stöðvum barnaklám á Netinu" með einni milljón króna. Verkefnið var stutt af Evrópusambandinu frá 1. apríl 2001–31. mars 2003 og ríkisstjórnin studdi verkefnið á árinu 2002 með einni milljón króna. Frá 1. apríl 2003 hefur verkefnið verið fjármagnað af samtökunum sjálfum. Barnaheill þakka stuðning íslenskra stjórnvalda við þetta mjög svo brýna verkefni.Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Barnaheilla „Stöðvum barnaklám á Netinu" með einni milljón króna. Verkefnið var stutt af Evrópusambandinu frá 1. apríl 2001–31. mars 20...