Fréttir Barnaheilla

Ársskýrsla fyrir árið 2010

Nálgast má ársskýrslu frá árinu 2010 með því að smella hér....

Ekkert barn á að alast upp við heimilisofbeldi

Synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka á heimili, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins. Synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka á heimili, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins. Langtímarannsóknir gefa til kynna að þessum börnum er hættara við að þróa með sér langvarandi sálræn og félagsleg vandamál, s.s. þunglyndi, kvíða, sektarkennd, misnotkun áfengis og vímuefna.Foreldrar telja sig gjarnan geta haldið ofbeldinu leyndu fyrir börnum sínum en er brugðið þegar þeir komast að því hve mikið þau vita um það sem á sér stað innan veggja heimilisins. Börnin finna að ofbeldið er vel geymt fjölskylduleyndarm&aa...

Ársskýrsla fyrir árið 2006

Ársskýrsla fyrir 2006...

Jólakveðjur

Barnaheill – Save the Children á Íslandi óska börnum um land allt, heillavinum, félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Samtökin þakka ómetanlegan stuðning og gott samstarf á árinu sem er að líða....

Opnunartími um jól og áramót

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður opin til kl. 12.00 á Þorláksmessu 23. desember en lokuð þriðjudaginn 27. desember, föstudaginn 30. desember og mánudaginn 2. janúar 2012.Opnunartími skrifstofu um jól og áramót.23. desember - opið til kl. 12.00.27. desember - lokað.28. - 29. desember - hefðbundinn opnunartími.30. desember - lokað.2. janúar 2012 - lokað.Hægt er að panta jólakort á netinu til 22. desember....

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fá eina milljón króna úr Samfélagssjóði Landsbankans

Landsbankinn veitti nýverið í fyrsta sinn 15 milljónir króna í samfélagsstyrki úr nýjum Samfélagssjóði bankans. Veittir voru þrjátíu og fimm styrkir, fimm styrkir að upphæð 1 milljón króna hver, tíu styrkir að upphæð 500 þúsund krónur og tuttugu styrkir að upphæð 250 þúsund krónur.Barnaheill – Save the Children á Íslandi hlutu eina milljón króna í verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á netinu. Samtökin hafa frá árinu 2001 tekið þátt í slíku alþjóðlegu verkefni sem hefur verið styrkt af Safer Internet samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Hluti verkefnisins er rekstur ábendingalínu, en á vef samtakanna, barnaheill.is,...

Ríflega þúsund konur og börn á Fílabeinsströndinni hafa orðiðfyrir alvarlegu ofbeldi og brotum á mannréttindum þeirra

Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sýnir að ríflega 1100 konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári á Fílabeinsströndinni en mikið hættuástand skapaðist í kjölfar kosninga þar. Barni er nauðgað á Fílabeinsströndinni á 36 tíma fresti.Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sýnir að ríflega 1100 konur og börn hafa orðið fyrir ofbeldi á liðnu ári á Fílabeinsströndinni en mikið hættuástand skapaðist í kjölfar kosninga þar. Barni er nauðgað á Fílabeinsströndinni á 36 tíma fresti.Frá því að hæ...