Fréttir Barnaheilla

Hvernig getur samfélagið stutt við börn í erfiðum aðstæðum?

Morgunverðarfundur á vegum Náum áttum hópsins, sem er opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál.  Framsögumenn á fundinum eru Steinunn Bergmann, verkefnastjóri Barnaverndarstofu, Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans og Hákon Sigursteinsson, deildarstjóri/sálfræðingur Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum.Morgunverðarfundur á vegum Náum áttum hópsins, sem er opinn samstarfshópur um fræðslu- og forvarnarmál.  Framsögumenn á fundinum eru Steinunn Bergmann, verkefnastjóri Barnaverndarstofu, Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi á geðsviði Landspítalans og Hákon Sigur...

Þjóðarsáttmáli gegn einelti

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað gagnvart einelti og hvetja þig, lesandi góður, að sýna í verki að þú sért á móti einelti og skrifa undir Þjóðarsáttamálann um baráttu gegn einelti á vefnum www.gegneinelti.is. Munum að einelti er ofbeldi og ofbeldi á aldrei að líðast.Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað gagnvart einelti og hvetja þig, lesandi góður, að sýna í verki að þú sért á móti einelti og skrifa undir Þjóðarsáttamálann um baráttu gegn einelti á vefnum www.gegneinelti.is. Munum að einelti er ofbeldi og ofbeldi &aac...

Nýir starfsmenn hjá Barnaheillum

Þessa dagana eru tveir nýir starfsmenn í tímabundnum störfum á skrifstofu Barnaheilla. Það eru þær Kristín Hulda Guðmundsdóttir sem leysir Sigríði Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra af í nokkrar vikur vegna leyfis og Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir sem hefur tekið að sér markaðssetningu og dreifingu jólakorta Barnaheilla þetta árið.Þessa dagana eru tveir nýir starfsmenn í tímabundnum störfum á skrifstofu Barnaheilla. Það eru þær Kristín Hulda Guðmundsdóttir sem leysir Sigríði Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra af í nokkrar vikur vegna leyfis og Guðrún Ansnes Þorvaldsdóttir sem hefur tekið að sér markaðssetningu og dreifingu jólakorta Barnaheilla þett...

Vertu með í Mjúkdýraleiðangri IKEA, Barnaheilla ? Save the Children og UNICEF

Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir í IKEA á tímabilinu 4. nóvember til 29. desember gefur IKEA Foundation Barnaheillum – Save the Children og UNICEF sem nemur einni evru (160 kr.) til að styðja við menntun bágstaddra barna. Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn svo við getum í sameiningu látið rétt barna til menntunar verða að veruleika.Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir í IKEA á tímabilinu 4. nóvember til 29. desember gefur IKEA Foundation Barnaheillum – Save the Children og UNICEF sem nemur einni evru (160 kr.) til að styðja við menntun bágstaddra barna. Átakið snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjú...

Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna

Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna. Eymundsson var stofnað árið 1872 og fyrirtækið heldur upp á 140 ára afmæli sitt þann 24. nóvember. Allur ágóði af sölu barnabóka á afmælisdag fyrirtækisins rennur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.Eymundsson er fyrirtæki nóvembermánaðar í Heillakeðju barnanna. Eymundsson var stofnað árið 1872 og fyrirtækið heldur upp á 140 ára afmæli sitt þann 24. nóvember. Allur ágóði af sölu barnabóka á afmælisdag fyrirtækisins rennur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.Ennfremur myndar starfsfólk Eymundsson Heillakeðju starfsmanna og leggur þannig sitt af mörkum í &tho...

Himneskt styður Barnaheill í Heillakeðju barnanna

Vörumerkið HIMNESKT var stuðningsaðili septembermánaðar í Heillakeðju barnanna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Salan fór fram úr björtustu vonum og fengu Barnaheill afhenta ávísun upp á 1.400.000 króna á veitingastaðnum Gló.  Vörumerkið HIMNESKT var stuðningsaðili septembermánaðar í Heillakeðju barnanna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi með því að láta 5 krónur af hverri seldri vöru renna til samtakanna. Salan fór fram úr björtustu vonum og fengu Barnaheill afhenta ávísun upp á 1.400.000 króna á veitingastaðnum Gló. Á meðfylgjand...

Nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla

Erna Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Erna er viðskiptafræðingur að mennt, lauk BS gráðu frá Embry Riddle Aeronautical University árið 1994 og MBA gráðu frá Stetson University árið 1998. Erna hefur starfað sem fjármála- og skrifstofustjóri Framhaldsskólans í Mosfellsbæ frá stofnun hans árið 2009. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar, framkvæmdastjóri Veraldarinnar okkar í Smáralind og sem verkefnisstjóri á IðntæknistofnunErna Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Erna er viðskiptafræðingur a&et...

Samkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu

Evrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu, og þeirra þjóða sem starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru aðili að SAFT verkefninu sem stendur á bakvið samkeppnina ásamt SAMFÉS, frjálsum félagasamtökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem samkeppnin er skipulögð og fer hún fram í tvennu lagEvrópusamkeppni um besta barna- og unglingaefnið á netinu er sameiginlegt átak netöryggismiðstöðva í Evrópu, og þeirra þjóða sem starfa samkvæmt netöryggisáætlun Evrópusambandsins. Barnaheill – Save ...

Frábær árangur hjá íslensku liðunum

Íslensku liðin fjögur sem tóku þátt í Kapphlaupinu um lífið stóðu sig með mikill prýði í Laugardalshöllinni í dag. Lið Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hljóp maraþonið á 2:10:52, sem er einungis um 7 mínútum lengri tími en heimsmetið í maraþoni, sem Kenýabúinn Patrick Macau á, en hann hljóp heilt maraþon á 2:03:38. Liðið hafnaði í 44 sæti af þeim 390 liðum sem nú hafa lokið keppni. Næstbestum tíma náðu nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi, 2:12:59, lið Laugalækjarskóla hljóp á 2:14:12 og lið Hofsstaðaskóla á 2:15:11.Íslensku liðin fjögur sem tóku þátt í Kapphlau...

Kapphlaupið um lífið ? barnamaraþon í 40 löndum

Barnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi þriðjudaginn 16. október, sem er alþjóðlegur dagur fæðu og næringar. Hlaupið kallast Kapphlaupið um lífið, eða Race for Survival og fer fram í 40 löndum í ár. Rúmlega 20 þúsund börn taka þátt í hlaupinu. Með þátttöku sinni vilja þau vekja athygli á baráttunni gegn hungri og þætti hungurs og vannæringar í fjölda barnadauða á hverju ári. Hlaupið er ákall til stjórnvalda og ráðamanna um að leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir barnadauða af viðráðanlegum orsökum.Barnamaraþon alþjóðasamtakanna Save the Children verður...