Fréttir Barnaheilla

Gleðilega hátíð

Starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.Skrifstofa samtakanna verður lokuð á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember og á annan í jólum, mánudaginn 26. desember.    Starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samskipti og stuðning á árinu sem er að líða.Skrifstofa samtakanna verður lokuð á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember og á annan í jólum, mánudaginn 26. des...

Langt í land með að uppræta barnafátækt

Ný skýrsla sýnir að enn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um áratugaskeið.Enn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evró...

Tengsl barnafátæktar og skorts á tækfærum og menntun

Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna nýútkomna skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun. Kynningin fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00 í sal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynna nýútkomna skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun. Kynningin fer fram fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00 í sal Menntaskólans við Sund, Gnoðarvogi 43. Skýrslan nefnist á ensku ENDING EDUCATIONAL POVERTY AND CHILD POVERTY  IN EUROPE - Leaving no child behind, eða Tengsl barnafátæktar og skorts á  tækifærum og menntun.  Um er að ræða samstarfsverkefni ...

Jólapeysan 2016 er hafin

Jólapeysan í ár snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum auðvitað.  Merktu myndina eða myndbandið með #jolapeysan, póstaðu á Facebook, Instagram eða Twitter og skoraðu á þrjá aðra að gera hið sama - og láta gott af sér leiða með því að styrkja sýrlensk börn sem eiga um sárt að binda.Jólapeysan 2016 snýst um keppni í fyndnustu einstaklingsmyndinni, hópmyndinni - eða fyndnasta myndbandinu þar sem fólk svarar nokkrum Nefndu3 spurningum. Allir í jólapeysum.  Myndin - eða myndbandið – er merkt  #jolapeysan, deilt á Facebook, Instagram eða Twitter og þát...

Yfirlýsing vegna barna sem leita verndar á Íslandi

Barnaheill hafa ásamt Rauða krossinum, Umboðsmanni barna og Unicef, sent út yfirlýsingu um málefni barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Barnaheill hafa ásamt Rauða krossinum, Umboðsmanni barna og Unicef, sent út yfirlýsingu um málefni barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Sameiginleg yfirlýsing Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, Rauða krossins, UNICEF á Íslandi og umboðsmanns barna, vegna barna sem leita alþjóðlegrar verndar hér á landi   Stjórnvöldum á Íslandi ber að líta á málefni barna og barnafjölskyldna, sem leita alþjóðlegrar verndar eða s&ael...

Get ég hjálpað þér?

Öll börn eru einstaklingar með sjálfstæð mannréttindi sem samfélagið allt, sérstaklega þó fullorðna fólkið, á að taka þátt í að virða og framfylgja. Mörg börn búa við erfiðar aðstæður heima fyrir sem jafnvel mikil leynd ríkir yfir eða skömm. Því má velta fyrir sér hvernig aðstandendur, nágrannar eða vinir geta hjálpað börnum í slíkum aðstæðum. Það er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð foreldra og ríkisins í sameiningu að tryggja börnum góð uppeldisskilyrði og búa svo um að þau njóti allra þeirra mannréttinda sem Barnasáttmálinn kveður á um.Öll börn eru einstaklingar með sjá...

Jólakort Barnaheilla 2016 komið út

Jólakötturinn Hrafna-Flóki er fyrirmynd Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, teiknara og rithöfundar, á jólakorti Barnaheilla í ár. Sagan af kettinum Hrafna-Flóka er skemmtileg. Snæfríður, dóttir Kristínar Rögnu, eignaðist hann þegar hún var fimm ára gömul. Jólakötturinn Hrafna-Flóki er fyrirmynd Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, teiknara og rithöfundar, á jólakorti Barnaheilla í ár.  Sagan af kettinum Hrafna-Flóka er skemmtileg. Snæfríður, dóttir Kristínar Rögnu, eignaðist hann þegar hún var fimm ára gömul. Hrafna-Flóki var hinn mesti ljúflingur og hrifnæmur, sem lýsti sér meðal annars í því að hann varð strax ástfanginn af ha...

Þorgrímur Þráinsson hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2016

Þorgrímur Þráinsson hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2016. Þorgrímur er landsþekktur rithöfundur og hefur um langt skeið verið börnum góð fyrirmynd með jákvæðri afstöðu sinni til lífsins, heilbrigðu líferni og drifkrafti. Þorgrímur Þráinsson hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2016. Þorgrímur er landsþekktur rithöfundur og hefur um langt skeið verið börnum góð fyrirmynd með jákvæðri afstöðu sinni til lífsins, heilbrigðu líferni og drifkrafti. Bækur hans, sem nú telja 23, þekkja velflestir íslenskir krakkar. Þær innihalda jákvæðan...

Undirskriftasöfnun - sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í samvinnu við sjö önnur félagasamtök, hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í samvinnu við sjö önnur félagasamtök, hrint af stað undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu nú þegar undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands.Með undirskrift tekur einstaklingur undir þá kröfu að sálfræðiþjónusta verði veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigði...

Dagur mannréttinda barna

Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheillum - Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins og hafa samtökin sett upp vefsvæði helgað þessari fræðslu.Í vor var samþykkt á Alþingi að helga afmælisdag barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember ár hvert, fræðslu í skólum landsins um mannréttindi barna. Barnaheillum - Save the Children á Íslandi var falið af innanríkisráðherra og mennta- og menningarmála...