Fréttir Barnaheilla

Eldur kviknaði í yfirfullum flóttamannabúðum á Lesbos

Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum Grikklands, sem staðsett er á eyjunni Lesbos, í nótt. Alls búa um 13.000 manns í yfirfullum flóttamannabúðunum sem kallaðar eru Moria, en búðirnar voru byggðar til að hýsa 3.000 manns. 70% flóttafólksins kemur frá Afghanistan.

Hungursneyð dregur tugi þúsunda barna til dauða vegna Kórónuveirufaraldursins

Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, samkvæmt nýrri greiningu Barnaheilla – Save the Children. Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur leitt til aukins matarskorts en ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt skrýslu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja úr hungri dag hvern ef ekki verður gripið til aðgerða.

200.000 fylgdarlaus börn í Evrópu

Samkvæmt gögnum sem voru tekin saman af Eurostat, UNHCR og Barnaheillum – Save the Children, þá tvöfölduðust sjóferðir flóttamanna yfir Miðjarðarhafið milli áranna 2018 og 2019. Einnig eru um 200.000 fylgdarlaus börn í Evrópu. Þau koma þau flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja í helst í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kaupir ljós

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla í dag og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla samstöðu.

Landssöfnun Barnaheilla hefst í dag

Í dag, 24. ágúst, hefst Landssöfnun Barnaheilla og stendur yfir til 6. september. Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af söfnuninni í verkefniðVerndarar barna sem er forvarnaverkefni samtakanna gegn kynferðisofbeldi á börnum

Gleymda stríðið - 83 börn myrt í Kongó

83 börn hafa verið myrt í Kongó af árásarhópnum CODECO, þar af voru 14 börn afhöfðuð með sveðjum og eitt barn brennt lifandi. 17 börn til viðbótar særðust í árásunum. Kynferðisofbeldi gegn börnum hefur einnig aukist gífurlega á svæðinu.

Sjö börn létu lífið í loftárás í Jemen í gær

Sjö börn létu lífið í loftárás í Jemen í gær. Stríðið í Jemen hefur staðið yfir í meira en fimm ár og óskar framkvæmdarstjóri Barnaheilla - Save the Children í Jemen eftir alþjóðlegu vopnahléi.

Barnaheill fagna flottu samstarfi við stúlknalið Þróttar R. og Leiknis

Sameiginlegt stúlknalið Þróttar R. og Leiknis í 3. flokki spila í búningum merktum Barnaheillum.

Sjúkrahús yfirfull í Beirút og slösuðum börnum vísað frá

Stærstu sprengingar í sögu Líbanon áttu sér stað í Beirút, höfuðborg landsins í gær, þriðjudaginn 4. ágúst. Mikið tjón var í um 10 km radíus við sprengingarnar. Talið er að um helmingur bygginga í borginni hafi eyðilagst og um 300 þúsund manns hafi misst heimili sín.

Sumarlokun Barnaheilla 2020

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður lokuð frá 1. júlí til 5. ágúst.