Fréttir Barnaheilla

Seinni bylgja Covid-19 faraldursins banvænni í Afríku en annars staðar í heiminum. Nauðsynlegt að tryggja Afríkuríkjum aðgengi að bóluefni

Barnaheill - Save the Children vara við því að líf þúsunda barna í Afríku sé í hættu vegna annarrar bylgju Covid-19. Samtökin óttast að mörg Afríkuríki verði neydd til þess að bíða í marga mánuði eftir bóluefni gegn Covid-19.

Helmingur allra barna sem þarf á mannúðaraðstoð að halda, eða um 60 milljónir barna, býr í átta löndum.

Misskipting heimsins er mikil. Alls þurfa 117 milljónir barna í heiminum á mannúðaraðstoð að halda til að lifa af árið 2021, en helmingur þessara barna býr í einungis átta löndum. Barnaheill - Save the Children kalla eftir tafarlausum alþjóðlegum viðbrögðum til að tryggja að heimsfaraldurinn hafi ekki varanleg áhrif á heila kynslóð um ókomin ár.

Sameiginleg áskorun til stjórnvalda: Börn eiga rétt á vernd í stríðsátökum

Börn eiga rétt á vernd í stríðsátökum milli ríkja samkvæmt alþjóðlegum mannúðarreglum. Beiting gereyðandi kjarnorkuvopna útilokar að hægt sé að fara að mannúðarreglum og veita fólki aðhlynningu ef þeim yrði beitt. Barnaheill eru meðal þeirra félaga sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um bann við notkun kjarnorkuvopna.

Barnaheill í Suður-Kivu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Barnaheill - Save the Children hófu mannúðaraðstoð í Suður-Kiwu í LýðstjórnarlýðveldinuKongó í nóvember síðastliðnum. Verkefnið miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess. Verkefnið miðar að því að ná þessu fram meðal annars með því að styðja við svokölluð Barnvæn svæði.

20.000 börn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Norðvestur Sýrland vegna flóða.

Mikil ringulreið hefur skapast í Norðvestur Sýrlandi vegna flóða. Um 20.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín ásamt fjölskyldum sínum og einn drengur, sex ára, hefur látist í flóðunum.

Fátækustu börn heims geta snúið aftur til náms ef hægt er að tryggja fjármagn að upphæð 50 þúsund króna á hvern nemanda.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, til fátækustu ríkja heims, sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna muni glata möguleika sínum til menntunar

Hundruð þúsunda barna verða fyrir ofbeldi og dauða á hverjum degi

Í júlí síðastliðnum sögðu Barnaheill - Save the Children frá því að yfir 100 börn hefðu verið drepin á aðeins nokkrum vikum í Ituri-héraði í Kongó og þar af fjórtán afhöfðuð með sveðju. Börnin í Kongó þjást mest í átökunum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýlega hafið mannúðaraðstoð í landinu.

Fréttabréf Vináttu - janúar 2021

Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.

Vinátta ungra barna

Frá unga aldri er vinátt a og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með.

Yfirvofandi skortur á súrefni og vatni í Norðvestur Sýrlandi

Covid-19 í miklum vexti í Sýrlandi. Skortur á súrefni og vatni er yfirvofandi vegna fjórföldunar á Covid-19 smitum síðastliðna tvo mánuði