Fréttir Barnaheilla

20.000 börn hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Norðvestur Sýrland vegna flóða.

Mikil ringulreið hefur skapast í Norðvestur Sýrlandi vegna flóða. Um 20.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín ásamt fjölskyldum sínum og einn drengur, sex ára, hefur látist í flóðunum.

Fátækustu börn heims geta snúið aftur til náms ef hægt er að tryggja fjármagn að upphæð 50 þúsund króna á hvern nemanda.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, til fátækustu ríkja heims, sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna muni glata möguleika sínum til menntunar

Hundruð þúsunda barna verða fyrir ofbeldi og dauða á hverjum degi

Í júlí síðastliðnum sögðu Barnaheill - Save the Children frá því að yfir 100 börn hefðu verið drepin á aðeins nokkrum vikum í Ituri-héraði í Kongó og þar af fjórtán afhöfðuð með sveðju. Börnin í Kongó þjást mest í átökunum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýlega hafið mannúðaraðstoð í landinu.

Fréttabréf Vináttu - janúar 2021

Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.

Vinátta ungra barna

Frá unga aldri er vinátt a og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með.

Yfirvofandi skortur á súrefni og vatni í Norðvestur Sýrlandi

Covid-19 í miklum vexti í Sýrlandi. Skortur á súrefni og vatni er yfirvofandi vegna fjórföldunar á Covid-19 smitum síðastliðna tvo mánuði

Fjöldi námskeiða í boði á nýju ári

Barnaheill óska öllum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári verður margt spennandi að gerast hjá Barnaheillum. Til dæmis verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði nú í janúar og það fyrsta verður haldið n.k. mánudag 4. janúar.