Fréttir

Kæra barn, hvernig líður þér?

Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð.

Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leóne

Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Íslendingum er boðið að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. 

Þrífast börn best á mis­jöfnu?

Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best.

Þúsundir barna á flótta undan átökum og lifa á götum Kabúl

Áætlað er að um 72 þúsund börn hafi komið til Kabul, höfuðborgar Afganistan, á síðastliðnum dögum eftir að hafa flúið heimili sín vegna aukins ofbeldis. Mörg þeirra lifa ýmist á götunni eða í tjöldum og eru án matar. Og fleiri streyma að á hverjum klukkutíma.

Börn út um allan heim þjást af áhrifum loftslagsbreytinga

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa gefið út yfirlýsingu varðandi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á börn, sem gefin var út þann 9. ágúst af Intergorvernmetnal Panel on Climate Change. Yolandi Wright starfsmaður Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children segir áhrif loftslagsbreytinga hafa gríðarlega slæm áhrif á börn í heiminum.

Sumarlokun Barnaheilla 2021

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður lokuð frá og með 1. júlí til 2. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Barnaheill og Geir Gunnlaugsson gera með sér samning

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Geir Gunnlaugsson, prófessor í Hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands hafa undirritað samning varðandi úttekt á mannúðarverkefni Barnaheilla í Suður Kívu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Geir mun ferðast til Suður-Kívu í ágúst og taka út verkefni Barnaheilla sem snýr að því að vernda börn gegn ofbeldi. Verkefnið var til sex mánaða og er nýlokið en mun hefjast að nýju í ágúst með áframhaldandi stuðningi utanríkisráðuneytisins.

Alvarlegasta hungurkreppa 21. aldarinnar stendur yfir

Nú stendur yfir alvarlegasta hungurkreppa 21. aldarinnar. 174 milljón manns í 58 löndum heims búa við matarskort, sem er 20 milljónum fleiri en árið í fyrra. 150 milljón manns eiga í hættu á að verða ýtt út í fátækt á þessu ári, þá helst vegna afleiðinga heimsfaraldurs, átaka og loftslagsbreytinga. 16,8 milljón börn standa frammi fyrir mikilli hungursneyð, þar af 5,7 milljón börn sem búa við alvarlega vannæringu og eru vart hugað líf.

Við tökum barna­níð al­var­lega

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár. Er það vel og í samræmi við hámarksrefsingu fyrir slík brot í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi sem við berum okkur gjarnan saman við.

Vinátta að sumri

Nú þegar vetri er lokið og sumarið bankar á dyr og glugga breytist gjarnan starfsemi leik- og grunnskóla. Útivera, útinám og útileikir verða meira áberandi í starfi skólanna og hefðbundin verkefni vetrarins eru jafnvel sett á hilluna. Svo kemur sumarið og sumarfrí með frelsinu og enn meiri leik. Grunnskólabörn eiga langt sumarfrí fyrir höndum og hafa því gjarnan meiri tíma til að leika við félaga sína og vini. Í heimi barnanna þar sem fullorðnir eru ekki á hliðarlínunni getur reynt á getu þeirra til samskipta og lausna. Útilokun og einelti í hópi getur komið upp með þeirri vanlíðan og höfnunartilfinningu sem fylgir því. Samkvæmt Vináttu – Fri for Mobberi, forvarnaverkefni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gegn einelti, á einelti rætur sínar að rekja til óttans við útilokun. Einstaklingur reynir að tryggja stöðu sína í hópnum með því að ýta öðrum út á jaðarinn og út fyrir. Birtingarmyndin getur verið fólgin í setningum á borð við; „Þú mátt ekki vera með í leiknum“, „Mér finnst svona sem þú ert með ekki flott“, eða að ekki sé tekið tillit til skoðana og tillagna hjá félaganum. Því er mikilvægt að þeir fullorðnu sé meðvitaðir um samskipti barnanna og aðstoði þau við að vera góðir félagar og vinir. Mikilvægt er að hjálpa börnunum við að meta styrkleika félaganna og virða að hvert og eitt barn sé einstakt á sinn hátt. Jafnframt er mikilvægt að benda börnum á mikilvægi þess að hlusta á leikjatillögur annarra og komast að niðurstöðu með samtali. Þannig eflast þau og þroskast. Í leik er alltaf hægt að bæta við félaga og hlutverkum sem hver og einn velur sér. Öll börn eiga rétt á að tilheyra og vera metin að verðleikum. Með þá hugsun að leiðarljósi stuðlum við að vellíðan og þátttöku barnanna okkar í sumar.