Fréttir Barnaheilla

Verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne gegn ofbeldi á börnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu þróunarverkefni í Síerra Leóne haustið 2021 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Verkefni Barnaheilla ber heitið Say no to Violence og fer fram í 10 skólum í Pujehun héraði, fátækasta héraði landsins, en margir þeirra eru í afskekktum þorpum sem ekki er hægt að ná til nema á báti. Meginmarkmið verkefnisins er að stelpur og strákar á skólaaldri séu vernduð gegn ofbeldi í skólum. Barnaheill vinna náið með Barnaheillum – Save the Children í Síerra Leóne sem fara með framkvæmd verkefnisins.

Systur máluðu myndir og seldu til styrktar úkraínskum börnum

Systurnar Emilíana Sif, 9 ára og Karen Sól, 11 ára, máluðu fallegar myndir með vatnslitum sem þær skönnuðu inn og fjöldaframleiddu á góðan pappír. Þær seldu verkin bæði sem myndir og sem merkimiða, nokkra í pakka.

Barnaheill kalla eftir þátttöku foreldra!

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna að gerð og útgáfu fræðsluefnis fyrir foreldra um jákvæðar uppeldisaðferðir. Samtökin telja mikilvægt að eiga samtal við foreldra um jákvæðar uppeldisaðferðir svo fræðsluefnið komi sem best á móts við þær þarfir og áskoranir sem foreldrar og börn eru að takast á við í nútímasamfélagi.

Nemendur í Árbæjarskóla styðja við börn í Úkraínu

Barnaheill tók á móti hóp af 10. bekkingum í Árbæjarskóla í dag þar sem þau afhentu samtökunum 200.000 krónur til stuðnings börnum í Úkraínu.

Átakanlegt ástand þurrka og hungursneyðar á horni Afríku

Í Keníu, Sómalíu og Eþíópíu vofir yfir ein mesta hungursneyð síðari ára. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children biðla til alþjóðasamfélagsins og stjórnvalda um að bregðast hratt við ákalli mannúðarsamtaka á svæðinu um aðstoð.

Hjólsala Barnaheilla hefst 12.maí

Hjólasalan fer fram daganna 12. – 13. maí við TOPPSTÖÐINA í Elliðarárdalnum. Allir eru velkomnir að koma og kaupa sér hjól, salan hefst í dag fimmtudag kl. 16-19. Hjólasöfnun Barnaheilla fór fram í ellefta sinn í ár og bárust fleiri hundruð umsókna um hjól. Hjólum var úthlutað í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga úti um allt land.

Ný stjórn Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var haldinn 9. maí síðastliðinn á Nauthól. Á fundinum var farið yfir ársskýrslu og ársreikning 2021 og kosið í nýja stjórn.

Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn mánudag 9.maí

Fræðslufundur: Samstarf og samstaða foreldra skiptir máli

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina "Samstarf og samstaða foreldra skipti máli, - þorpið og uppeldið".

Barnaheill og KSÍ í samstarf

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og KSÍ munu á þessu ári hefja tveggja ára samstarf um fræðsluverkefnið Verndarar barna með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.