Fréttir Barnaheilla

Sumarlokun Barnaheilla 2022

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children á Íslandi verður lokuð frá og með 1. júlí til 2. ágúst. Ef erindið er brýnt má senda póst á barnaheill@barnaheill.is.

Vinir Ferguson og Vestfjarða keyra Vestfjarðahringinn til styrktar Vináttu

Skorað hefur verið á þá félaga að klára hringferðina, en sumarið 2015 fóru þeir hringinn í kringum landið að undanskildum Vestfjörðum. Eftir hringferðinna gáfu þeir út bókina Vinir Ferguson, hringferð um landið gegn einelti og rann salan á bókinni óskipt til styrktar Vináttu.

Linnulausar árásir á almenna borgara halda áfram

Þorpið Kashuga, staðsett í norður hluta Kivu héraðs í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó varð fyrir hrottalegri árás í byrjun júní, sem kostaði sjö manns lífið.

Barnaheill leita eftir sérfræðingi í fræðslu og forvörnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að starfsmanni í forvarna- og fræðslustarf samtakanna.

Syndir frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda til styrktar Barnaheillum

Sjósundkappinn Sigurgeir Svanbergsson stefnir á Eyjasund í lok júlí þegar hann mun synda frá Vestmannaeyjum og yfir til Landeyjasanda. Sundið er til styrktar börnum sem búa á átakasvæðum. Undirbúningur er í fullum gangi en leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar.

Skólar í Úkraínu enn lokaðir eftir 100 daga átök

Á fyrstu hundrað dögum stríðsins í Úkraínu hafa 1.888 skólar verið eyðilagðir eða skemmdir frá því að vopnaátök hófust 24. febrúar síðastliðinn. Úkraínska menntamálaráðuneytið segir stríðið nú þegar hafa haft gífurleg áhrif á menntun 7,5 milljón úkraínskra barna. Ein af lykilstoðum í framlagi Barnaheilla í Úkraínu er að gefa börnum tækifæri til að halda áfram námi með fjarkennslumöguleikum á vernduðum skólasvæðum.

Verkefni Barnaheilla í Síerra Leóne gegn ofbeldi á börnum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hófu þróunarverkefni í Síerra Leóne haustið 2021 með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Verkefni Barnaheilla ber heitið Say no to Violence og fer fram í 10 skólum í Pujehun héraði, fátækasta héraði landsins, en margir þeirra eru í afskekktum þorpum sem ekki er hægt að ná til nema á báti. Meginmarkmið verkefnisins er að stelpur og strákar á skólaaldri séu vernduð gegn ofbeldi í skólum. Barnaheill vinna náið með Barnaheillum – Save the Children í Síerra Leóne sem fara með framkvæmd verkefnisins.