Fréttir Barnaheilla

Ungmenni og vímuefni: fjarfundur 19. október

Barnaheill fordæma árásir sem bitna á börnum

Sprengjum hefur rignt yfir Kiev höfuðborg Úkraínu síðastliðinn sólahring. Þar á meðal lenti ein sprenging á leikvöll sem er 1 kílómeter frá skrifstofu Barnaheilla Í Úkraínu. ,,Við fundum jörðina skjálfa,“ sagði starfsmaður Barnaheilla í Úkraínu.

Barnaheill taka undir ákall nemenda um viðbrögð og forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað innan framhaldsskólanna og á meðal nemenda þeirra á undanförnum dögum taka Barnaheill heilshugar undir ákall nemenda um að virk viðbragðsáætlun sé til staðar til þess að taka á kynferðisbrotum. Fræða þarf starfsfólk, kennara og stjórnendur um kynferðisofbeldi og hvernig eigi að bregðast við því. Þá er ekki síður mikilvægt að jafnréttis- og kynjafræði sé kennd á öllum skólastigum líkt og nemendur hafa gert kröfu um.

Vináttu Málþing

Þann 3. nóvember verður Vináttu- málþing frá kl 12:30-17:00 á Grand hótel í Reykjavík. Öllum leik- og grunnskólum auk frístundaheimila er boðið að taka þátt en þó verður takmarkaður sætafjöldi.

Ellen tekur við sem ný framkvæmdastýra Barnaheilla eftir reynslumikla ferð til Jórdaníu og Ítalíu

Ellen Calmon hefur tekið formlega við störfum sem ný framkvæmdastýra Barnaheilla. Hún tekur við störfum eftir reynslumikla ferð til Jórdaníu og Ítalíu þar sem hún heimsótti verkefni Barnaheilla – Save the Children þar í landi. Hún meðal annars heimsótti Za’atari flóttamannabúðirnar sem liggja í norðurhluta Jórdaníu við landamæri Sýrlands. Þær eru stærstu flóttamannabúðir í heimi með 81.000 íbúa án ríkisfangs.

Ákall til íslenskra stjórnvalda um að virða mannréttindi barna á flótta og hætta við endursendingar á þeim til Grikklands

Má bjóða þér stutta stráið?

Skilnaðir og áhrif á börn

Barnaheill eiga aðild að samstarfshópnum Náum áttum. Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikudaginn 21. september kl 8:30-10:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fjallað verður um áhrif skilnaðar á börn.  Á meðal fyrirlesara er Elva Dögg Ásuogkristinsdóttir, fulltrúi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, Gyða Hjartardóttir, félagsráðgjafi og Stella Hallsdóttir, lögfræðingur hjá umboðsmanni barna. 

Skólahljómsveit Kópavogs söfnuðu fyrir úkraínskt flóttafólk

Barnaheill þakka Olís fyrir stuðninginn

Olís studdi við söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum að bæta 300 krónum við hver innkaup. Barnaheill vilja þakka Olís kærlega fyrir stuðninginn í átakinu og öllumþeim sem keyptu armbandið eða bættu 300 krónum við innkaup. Alls safnaðist 821.000 krónur hjá Olís, sem rennur til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi í skólum.