Fréttir Barnaheilla

Hleypur þú til góðs?

Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst næstkomandi.  Við hvetjum hlaupara til að hlaupa fyrir börnin með að efna til áheita fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Hér er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir samtökin og renna áheit þá óskipt til verkefna í þágu barna. 

Sumarlokun Barnaheilla

Flóttabörn um heim allan nota áhugamál til að aðlagast nýjum aðstæðum

Barnaheill - Save the Children hafa gefið út myndaseríu til heiðurs seiglu flóttabarna. Undanfarna tvo mánuði hafa Barnaheill - Save the Children tekið viðtöl við flóttabörn í Bangladess, Nígeríu, Perú og Úkraínu.

23 börn létu lífið í árás á flóttamannabúðir

Að minnsta kosti 46 manns, þar af 23 börn, létu lífið í árás sem gerð var á flóttamannabúðir í Ituri-héraði í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á mánudagsmorgun.

Ný stjórn Barnaheilla kjörin á aðalfundi Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fór fram í dag, þriðjudaginn 30. maí í sal Rithöfundasambands Íslands, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík.

Vel heppnaður fundur Norrænna ábendingalína á Íslandi

Dagana 25. og 26. maí héldu Barnaheill – Save the Children á Íslandi norrænan fund ábendingalína.

Aðalfundur Barnaheilla 2023

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram þriðjudaginn 30. maí kl. 16:00 í sal Rithöfundafélags Íslands, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík.

Hvernig má bæta líðan og umhverfi barna? Orðum fylgir ábyrgð. 

Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 24. maí nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni: Hvernig má bæta líðan og umhverfi barna? Orðum fylgir ábyrgð. 

Stöðvum stríð gegn börnum í Evrópu

Barnaheill - Save the Children kalla eftir aðgerðum til aðildarríkja Evrópurápsins sem koma saman í Reykjavík 16. og 17. maí.

Barnaheill afhentu forsætisráðherra áskorun um að útrýma fátækt barna

Barnaheill – Save the Children á Íslandi afhentu í dag Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, undirskriftarlista þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að móta stefnu og aðgerðaráætlun til að uppræta fátækt á meðal barna á Íslandi. Afhendingin fór fram í forsætisnefndarherberginu í Alþingishúsinu kl 13:30.